REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn

Ingveldur Ásta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Reitum hefur óskað eftir lausn frá störfum. Ingveldur hefur starfað hjá Reitum síðan 2023. Ingveldi eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti og er henni óskað alls hins besta á nýjum vettvangi.

Við starfinu tekur Svana Huld Linnet og mun hún hefja störf nú í apríl hjá félaginu. Svana mun bera ábyrð á viðskiptasamböndum félagsins og leiða viðskiptaþróun, þjónustu, upplifun og fleiri þætti sem falla undir sviðið.

Svana Huld starfaði sem forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arion banka frá árinu 2022 en áður var hún forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans frá árinu 2019. Svana Huld starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka frá árinu 2011. Hún hefur leitt fjölda stórra verkefna á fjármálamarkaði á undanförnum 14 árum m.a. við kaup og sölu fyrirtækja, skráningum félaga á markað og endurfjármögnun. Svana Huld starfaði þar áður hjá Exista, Kauphöllinni og sem verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum á árunum 1997-2001.

Svana Huld er viðskiptafræðingur að mennt og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita:

„Reitir hafa sett sér metnaðarfulla vaxtarstefnu þar sem aukin áhersla er lögð á þróunarverkefni, vöxt í nýjum eignaflokkum og framúrskarandi og fjölbreyttari þjónustu. Félagið hefur náð eftirtektarverðum árangri og heldur áfram að fjárfesta af krafti í nýjum verkefnum.

Ég býð Svönu Huld hjartanlega velkomna til liðs við Reiti. Reynsla hennar mun nýtast vel í áframhaldandi vexti félagsins þar sem við leggjum rækt við stóran og breiðan viðskiptavinahóp félagsins sem telur yfir 500 fyrirtæki í ólíkum geirum.

Á sama tíma og ég þakka Ingveldi kærlega fyrir sitt framlag sem framkvæmdastjóri viðskiptavina og óska henni velfarnaðar, hlakka ég til samstarfsins við Svönu Huld.“

Viðhengi



EN
10/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis Reitir hafa gengið til samninga við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu 20 ára. Fasteignin er um 6.500 fermetrar að stærð og mun hýsa 87 hjúkrunarrými og tengda starfsemi. Fasteignin hýsti áður höfuðstöðvar Icelandair. Fjárfesting Reita í hjúkrunarheimilum og öðrum tengdum innviðum er liður í samfélagslegri ábyrgð félagsins og stuðlar að nauðsynlegri uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Breytt aldursamsetning þjóðar og öldrun kallar á verulega aukningu slíkra rýma til þess að mæta ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Reita þann 2. apríl 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.  Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 697.000.000 hlutir og eru engir hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunari...

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025 Góður tekjuvöxtur í kjölfar kröftugrar fjárfestingar á liðnu ári  Rekstur Reita á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 var góður og í takti við útgefnar horfur um afkomu. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 2.801 m.kr. og eykst um 187 m.kr milli ára eða 10,2%. Tekjur fjórðungsins voru 4.305 m.kr. sem er aukning um 384 m.kr. eða 9,8% og er sá vöxtur drifinn af verulegri fjárfestingu félagsins á liðnu ári, þar á meðal í markvissum eignakaupum, auk verðlagsbreytinga leigusamninga.   Félagið fjárfesti fyrir um 3 ma.kr. á fjórðungnum og hefu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kynningarfundur vegna birtingar uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2...

REITIR: Kynningarfundur vegna birtingar uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2025 Reitir birta árshlutauppgjör vegna fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 15. maí.  Af því tilefni er fjárfestum og markaðsaðilum boðið til fundar þar sem Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, kynna uppgjörið.  Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 föstudaginn 16. maí á skrifstofu Reita, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Fundinum er jafnframt streymt í gegnum netið á slóðinni   Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði...

 PRESS RELEASE

REITIR: Skráð lækkun hlutafjár, heildarfjöldi hluta og atkvæða

REITIR: Skráð lækkun hlutafjár, heildarfjöldi hluta og atkvæða Á aðalfundi Reita fasteignafélags hf. þann 2. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins um 14.550.000 kr. að nafnvirði. Lækkunin tók til eigin hluta félagsins sem það eignaðist með kaupum á árunum 2024 og 2025 í samræmi við endurkaupaáætlanir stjórnar sem aðalfundur félagsins 2024 veitti heimildir fyrir. Hlutunum hefur þannig verið eytt. Lögmælt skilyrði lækkunarinnar hafa verið uppfyllt og hefur hlutafjárlækkunin nú verið skráð í Fyrirtækjaskrá. Skráð hlutafé Reita eftir lækkunina er...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch