REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

Reitir hafa endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland.

Samningurinn kveður á um að Arion skuli hvern viðskiptadag leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaðurinn er opnaður. Tilboðin skulu gilda innan dagsins. Verði tilboði Arion tekið eða verði það fellt niður af hálfu Arion skal Arion setja fram nýtt tilboð þar til hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag hefur verið náð. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu eða þau felld niður af hálfu Arion.

Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki í 200.000 hluti að nafnvirði á gengi sem Arion ákveður. Tilboðin verða lögð fram í tveimur hlutum. Annars vegar að minnsta kosti 10.000 hlutir með verðbili að hámarki 1,5% og hins vegar að lágmarki 190.000 hlutir með verðbili sem skal vera sem næst 1,5%, en ekki lægra en 1,45%. Báðir hlutarnir verða ákveðnir með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar. Arion er þó heimilt að setja fram tilboð með lægra verðbili í A og B hluta ef sérstakar aðstæður skapast vegna verðskrefatöflunnar. Eigi Arion viðskipti með bréf félagsins samkvæmt samningnum fyrir 75.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira innan dags, falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.

Samningurinn er ótímabundinn og kemur til framkvæmda frá og með 21. mars 2025. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669-4416 eða á netfangið .



EN
20/03/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 30

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 30 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 1. júlí 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 2. júlí 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í viku 30 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 670.000 eigin hluti að kaupverði 75.960.000...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 29

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 29 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 1. júlí 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 2. júlí 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. DagsetningTímiKeyptir hlutirGengiKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti14/7/2510:0470.000114,0...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 27 og 28

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 27 og 28 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 1. júlí 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 2. júlí 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 27. viku voru engin viðskipti. Í 28. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 900...

 PRESS RELEASE

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Reita þann 2. apríl 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 697.000.000 hlutir og eru 4.200.000 hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlun...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kaup á Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi - öllum fyrirvörum aflétt

REITIR: Kaup á Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi - öllum fyrirvörum aflétt Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á félaginu L1100 ehf., sem nálgast má , tilkynnist að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt.  Eins og fram hefur komið í fyrri tilkynningu þá hefur kaupsamningur verið undirritaður og mun afhending fara fram 1. ágúst nk. Fasteignin er við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi og er um 3.900 fm. að stærð. Samhliða kaupunum hefur verið gerður leigusamningur til langs tíma um rekstur hótelsins við Flóra hotels sem rekur einnig Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch