REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á Húsinu í hverfinu ehf.
Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á félaginu Húsið í hverfinu ehf. sem sjá má , tilkynnist að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt. Kaupsamningur hefur verið undirritaður og afhending hefur farið fram. Um er að ræða tæplega 2.500 fermetra af nýju og vönduðu skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem er í útleigu að fullu og eru áætlaðar leigutekjur um 110 m.kr. og áætlaður rekstrarhagnaður á ári um 95 m.kr.
Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000 og á og Kristófer Þór Pálsson, framkv.stj. fjárfestinga og greiningar í síma 659 1700 og á .
