REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Rekstrarhagnaður 6.764 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2022

REITIR: Rekstrarhagnaður 6.764 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2022

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022.

Lykiltölur rekstrar 9M 20229M 2021
Tekjur 9.9498.682
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna -2.660-2.529
Stjórnunarkostnaður -525-487
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu 6.7645.666
Matsbreyting fjárfestingareigna 6.2275.114
Rekstrarhagnaður 12.99110.780
Hrein fjármagnsgjöld -8.963-4.826
Heildarhagnaður 3.7434.615
Hagnaður á hlut 4,9 kr.5,9 kr.
NOI hlutfall 64,5%58,5%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall 5,0%5,0%
    
Lykiltölur efnahags 30.9.202231.12.2021
Fjárfestingareignir 172.768168.147
Handbært og bundið fé 3.4471.008
Heildareignir 177.981171.124
Eigið fé 59.72858.719
Vaxtaberandi skuldir 96.06690.895
Eiginfjárhlutfall 33,6%34,3%
Skuldsetningarhlutfall 57.5%55.9%
    
Lykiltölur fasteignasafns 9M 20229M 2021
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið) 94,9%95,1%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram. Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

"Rekstur Reita gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins og afkoma er í takti við væntingar og áður útgefnar áætlanir.

Óútleigt húsnæði á fjórðungnum tengist að stórum hluta eignum í umbreytingarferli. Pósthússtræti 5 og 3ja hæð Kringlu eru dæmi um stór framkvæmdaverkefni sem er að ljúka, og fara að afla tekna.

Í upphafi fjórða ársfjórðungs festi félagið kaup á Lambhagavegi 7 í Reykjavík sem er vandað 4.200 fermetra lagerhúsnæði.

Umtalsverðar fjárfestingar eru fyrirhugaðar innan eignasafnsins á næstu misserum og árum, svo sem í Ármúla 7-9, við Laugaveg 176 og í Holtagörðum.

Uppgjör tímabilsins ber með sér áhrif aukinna leigutekna, hækkunar aðfanga og umtalsvert hærri fjármagnskostnaðar. Þá er skörp hækkun vaxta í haust farin að hafa áhrif á matsbreytingu fjárfestingareigna.”

Horfur ársins

Félagið áætlar að tekjur ársins verði á bilinu 13.250 - 13.400 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu á árinu verði á bilinu 9.050 - 9.200 m.kr.

Eru þetta lítillega betri horfur um afkomu en áður höfðu verið gefnar út. Fyrri horfur gerðu ráð fyrir tekjum á árinu að fjárhæð 13.150 - 13.400 m.kr. og rekstrarhagnaði fyrir matsbreytingu á bilinu 8.900 - 9.150 m.kr.

Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 15. nóvember n.k. á skrifstofu félagsins.

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita .

Um Reiti

Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.

Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

 

Viðhengi



EN
14/11/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

Reitir Fasteignafelag Hf: 1 director

A director at Reitir Fasteignafelag Hf bought 79,050 shares at 126.500ISK and the significance rating of the trade was 57/100. Is that information sufficient for you to make an investment decision? This report gives details of those trades and adds context and analysis to them such that you can judge whether these trading decisions are ones worth following. Included in the report is a detailed share price chart which plots discretionary trades by all the company's directors over the last two y...

 PRESS RELEASE

REITIR: Leiðrétting: Viðskipti nákomins aðila stjórnanda

REITIR: Leiðrétting: Viðskipti nákomins aðila stjórnanda Sjá meðfylgjandi leiðrétta tilkynningu  Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti námkomins aðila stjórnanda

REITIR: Viðskipti námkomins aðila stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti stjórnanda

REITIR: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti nákomins aðila stjórnanda

REITIR: Viðskipti nákomins aðila stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu  Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch