REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Reita þann 8. mars 2023 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.

Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 745.638.233 hlutir og eru 12.038.233 hlutir eða 1,61% hlutafjár í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunarinnar.

Áætlað er að kaupa allt að 6.000.000 hluti sem jafngildir 0,80% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en samtals 525 milljónir kr. Framkvæmd áætlunarinnar hefst mánudaginn 26. júní næstkomandi og mun áætlunin vera í gildi þar til öðru hvoru framangreindra viðmiða um magn eða fjárhæð er náð, en þó aldrei lengur en til 31. október 2023.

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er að hámarki 25% af meðaldagsveltu á undangengnum 20 viðskiptadögum áður en kaup gerast.

Kvika banki hf. mun framkvæma endurkaupaáætlunina fyrir hönd félagsins. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða með tölvupósti á .



EN
24/06/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Breytingar á fjárhagsdagatali 2025

REITIR: Breytingar á fjárhagsdagatali 2025 Breytingar hafa verið gerðar á fjárhagsdagatali Reita vegna ársins 2025. Eftirfarandi er uppfærð áætlun Reita um birtingu uppgjöra og aðalfund félagsins: Afkoma 1. ársfjórðungs 202515. maí 2025Afkoma 2. ársfjórðungs 202521. ágúst 2025Afkoma 3. ársfjórðungs 202510. nóvember 2025Stjórnendauppgjör 202526. janúar 2026Ársuppgjör 20252. mars 2026Aðalfundur 202625. mars 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Ofangreindar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um frekari breytingar. Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti stjórnanda

REITIR: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reyk...

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura Reitir og Íslandshótel hafa í dag undirritað leigusamninga til 17 ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52 sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Um er að ræða sögufræg hótel, sem eru samtals um 26.500 fermetrar að stærð, með um 470 hótelherbergi.  Reitir, í samvinnu við Íslandshótel, munu ráðast í endurbætur á hótelunum yfir næstu tvö og hálft ár sem mun auka gæði þeirra og aðdráttarafl. Helstu endurbætur felast meðal annars í því að stór hlut...

 PRESS RELEASE

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn Ingveldur Ásta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Reitum hefur óskað eftir lausn frá störfum. Ingveldur hefur starfað hjá Reitum síðan 2023. Ingveldi eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti og er henni óskað alls hins besta á nýjum vettvangi. Við starfinu tekur Svana Huld Linnet og mun hún hefja störf nú í apríl hjá félaginu. Svana mun bera ábyrð á viðskiptasamböndum félagsins og leiða viðskiptaþróun, þjónustu, upplifun og fleiri þætti sem falla undir sviðið. Svana Huld starfaði sem forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arion...

 PRESS RELEASE

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025 Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00. Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins . Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi: 1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsárAðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024. 2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsáriTillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch