REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Tilkynning vegna áhrifa covid-19 faraldurs

REITIR: Tilkynning vegna áhrifa covid-19 faraldurs

Samkvæmt drögum að rekstraruppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2020 verða rekstrartekjur Reita á fjórðungnum í góðu samræmi við áætlun eða um 2.900 m.kr.  Rekstrahagnaður tímabilsins er áætlaður á bilinu 1.890 til 1.910 m.kr. Innheimta leigutekna gekk vel yfir fjórðunginn.

Viðskiptavinahópur Reita er breiður og uppistaða hans eru fjárhagslega traustir aðilar. Þegar þetta er ritað hafa um tveir þriðju hlutar leigureikninga félagsins vegna aprílmánaðar verið greiddir eða um 770 m.kr. Stöðvun ferðaþjónustu heimsins hefur hins vegar augljóslega áhrif á stöðu fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengdum þjónustugreinum. Leigutökum, sem orðið hafa fyrir verulegum áhrifum af þessari stöðu og þar sem afleiðingar samkomubanns hafa haft áhrif á rekstur, hefur verið mætt með skilningi á aðstæðum en um þriðjungi leigugreiðslna vegna aprílmánaðar hefur verið frestað til úrvinnslu síðsumars og í haust. Eflaust mun félagið þurfa að koma með sama hætti til móts við takmarkaðan hóp rekstraraðila í maí, en vonir standa til að stuðningur hins opinbera við íslenskt atvinnulíf muni nýtast þeim sem verr standa.

Tafla 1: Flokkun tekna í apríl eftir tegundum viðskiptavina:

 Leiga í apríl
Matur og lyf18%
Verslun, veitingar og þjónusta  - áhersla á heimamenn16%
Skrifstofur og iðnaður16%
Opinberir aðilar15%
Hótel og gististaðir15%
Verslun með fatnað, skó og fylgihluti7%
Fjármálaþjónusta og fjarskipti5%
Heilsa, líkamsrækt og afþreying4%
Verslun, veitingar og þjónusta  - áhersla á ferðamenn3%

Staða Reita til þess að fást við þessar óvenjulegu aðstæður er sterk. Rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi var góð og lánaskilyrði félagsins vel innan þeirra marka sem félaginu eru sett. Sala eigna á undanförnum mánuðum og sala skuldabréfa í febrúar og byrjun mars styrktu sjóðstöðu félagsins og var hún 3.620 m.kr. í lok mars. Þá hefur félagið frestað arðgreiðslu og gert ráðstafanir til að tryggja enn frekar aðgengi að lausu fé m.a. með heimild til frestun afborgana af bankalánum og aðgangi að nýjum lánalínum, ef á þarf að halda.

Stöðugt er unnið að mati og greiningu á þeim aðstæðum sem nú ríkja og áhrifum þeirra á rekstur félagsins til skemmri og lengri tíma. Það er mat Reita að einkaneysla á innanlandsmarkaði taki við sér eftir því sem ferða- og samkomutakmörkunum verður aflétt. Hins vegar verði áhrifin langvinnari í starfsemi tengdri komu erlendra ferðamanna. Félagið ætlar að þeim leigutökum fækki á næstunni sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda og jafnframt að þegar tilkynntar aðgerðir hins opinbera við atvinnulífið hjálpi smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að einu er reiknað með að frestun leigugreiðslna aukist á meðan áhrifa faraldursins gætir, sem og umfang tapaðra tekna. Félagið vinnur að áætlunum miðað við mismunandi sviðsmyndir um það hversu langvinn og djúptæk áhrif faraldursins verða á ferðaþjónustuna og mótun viðbragða eftir því. Taki ferðaþjónustan í heiminum við sér innan árs ætla stjórnendur að áhrif stöðvunarinnar á lausafjárstöðu félagsins kalli ekki sérstaklega á frekari ráðstafanir en þegar er fyrirséð. Er þá horft til sjóðstöðu félagsins í dag og aðgengi félagsins að frekara fjármagni.

Mati eigna í árshlutauppgjöri fyrsta ársfjórðungs er ekki lokið. Mikil óvissa ríkir um bæði skammtíma- og langtímaáhrif af faraldrinum og erfitt að henda reiður á hvaða forsendur matsins munu koma til með að breytast frá því sem fyrr var. Miðað við stöðu skulda í lok fyrsta ársfjórðungs, hreyfingar á eignasafninu og óbreytt eignamat er LTV áætlað um 62% í lok fjórðungsins. Helsta skilyrði fjármögnunar félagsins kveður á um að LTV fari ekki yfir 70%. Undanfarin ár hafa Reitir viðhaft varfærna nálgun í eignamati félagsins. Sú varfærni gefur borð fyrir báru og ólíklegt er að breyting í eignamati muni raska skilyrðum fjármögnunar.

Reitir munu birta árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs þann 11. maí nk. Þá verða frekari upplýsingar gefnar um stöðu og horfur. Félagið mun upplýsa markaðinn um fjárhags- og rekstrarstöðu þess utan útgefins fjárhagsdagatals eins og aðstæður kalla á, á meðan núverandi staða er uppi.

Frekari upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, forstjóri.

Netfang , sími 660 3320.





Viðhengi

EN
22/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis Reitir hafa gengið til samninga við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu 20 ára. Fasteignin er um 6.500 fermetrar að stærð og mun hýsa 87 hjúkrunarrými og tengda starfsemi. Fasteignin hýsti áður höfuðstöðvar Icelandair. Fjárfesting Reita í hjúkrunarheimilum og öðrum tengdum innviðum er liður í samfélagslegri ábyrgð félagsins og stuðlar að nauðsynlegri uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Breytt aldursamsetning þjóðar og öldrun kallar á verulega aukningu slíkra rýma til þess að mæta ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Reita þann 2. apríl 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.  Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 697.000.000 hlutir og eru engir hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunari...

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025 Góður tekjuvöxtur í kjölfar kröftugrar fjárfestingar á liðnu ári  Rekstur Reita á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 var góður og í takti við útgefnar horfur um afkomu. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 2.801 m.kr. og eykst um 187 m.kr milli ára eða 10,2%. Tekjur fjórðungsins voru 4.305 m.kr. sem er aukning um 384 m.kr. eða 9,8% og er sá vöxtur drifinn af verulegri fjárfestingu félagsins á liðnu ári, þar á meðal í markvissum eignakaupum, auk verðlagsbreytinga leigusamninga.   Félagið fjárfesti fyrir um 3 ma.kr. á fjórðungnum og hefu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kynningarfundur vegna birtingar uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2...

REITIR: Kynningarfundur vegna birtingar uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2025 Reitir birta árshlutauppgjör vegna fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 15. maí.  Af því tilefni er fjárfestum og markaðsaðilum boðið til fundar þar sem Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, kynna uppgjörið.  Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 föstudaginn 16. maí á skrifstofu Reita, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Fundinum er jafnframt streymt í gegnum netið á slóðinni   Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði...

 PRESS RELEASE

REITIR: Skráð lækkun hlutafjár, heildarfjöldi hluta og atkvæða

REITIR: Skráð lækkun hlutafjár, heildarfjöldi hluta og atkvæða Á aðalfundi Reita fasteignafélags hf. þann 2. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins um 14.550.000 kr. að nafnvirði. Lækkunin tók til eigin hluta félagsins sem það eignaðist með kaupum á árunum 2024 og 2025 í samræmi við endurkaupaáætlanir stjórnar sem aðalfundur félagsins 2024 veitti heimildir fyrir. Hlutunum hefur þannig verið eytt. Lögmælt skilyrði lækkunarinnar hafa verið uppfyllt og hefur hlutafjárlækkunin nú verið skráð í Fyrirtækjaskrá. Skráð hlutafé Reita eftir lækkunina er...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch