REITIR Reitir fasteignafelag hf

Rekstrarhagnaður Reita 3.647 m.kr. á fyrri hluta árs 2020

Rekstrarhagnaður Reita 3.647 m.kr. á fyrri hluta árs 2020

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2020. Helstu lykiltölur reikningsins eru:

Lykiltölur rekstrar  
 6M 20206M 2019
Tekjur5.4415.805
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-1.476-1.609
Stjórnunarkostnaður-318-328
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu3.6473.868
Matsbreyting fjárfestingareigna-2.1151.799
Rekstrarhagnaður1.5325.667
Hrein fjármagnsgjöld-2.896-3.056
Tap / hagnaður-1.2231.926
Tap / hagnaður á hlut-1,85 kr.2,79 kr.
NOI hlutfall59,9%63,2%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,2%5,4%
   
Lykiltölur efnahags  
 30.6.202031.12.2019
Fjárfestingareignir145.206149.106
Handbært og bundið fé3.3291.224
Heildareignir151.011151.640
Eigið fé44.56547.644
Vaxtaberandi skuldir87.78585.297
Eiginfjárhlutfall29,5%31,4%
Skuldsetningarhlutfall62,7%59,4%
   
Lykiltölur um fasteignasafn  
 6M 20206M 2019
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)94,5%94,8%



Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.

Hlutföll í rekstarreikningi reiknuð sem hlutfall af heildartekjum.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Áhrifa af Covid-19 gætir í rekstri Reita fyrstu sex mánuði ársins og er líklegt að svo verði áfram um hríð. Áhrifin eru takmörkuð hvað skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði varðar en áhrifin urðu augljós fyrir ferðaþjónustuna og verslunarrekstur að hluta, þegar faraldurinn náði fótfestu hér á landi í mars sl. og samkomutakmarkanir voru settar á.

Verslunarrekstur náði sér vel á strik  eftir að samkomutakmörkunum var létt í byrjun maí og hefur umfang verslunar í júní til ágúst, t.d. í Kringlunni, verið langt umfram sama tímabil síðasta árs. Hins vegar ríkir enn mikil óvissa varðandi ferðaþjónustuna og þar eru áhrifin mest á rekstur Reita.

Í uppgjöri annars ársfjórðungs áætlar félagið að tekjutap félagsins vegna Covid-19 á fjórðungnum sé rúmar 300 m.kr. Miðað við stöðuna nú munu áhrif faraldursins vara áfram og mun félagið að óbreyttu láta þau áhrif koma fram að fullu í uppgjörum félagsins á þeim tímabilum sem undir kunna að verða.

Þessi faraldur mun hins vegar ganga yfir og við munum ná tökum á honum. Þetta er spurning um að þreyja þorrann. Það er því mat okkar að áhugaverð tækifæri í fjárfestingum myndist á næstu mánuðum og misserum og að rétt sé að búa félagið undir að nýta þau tækifæri. Ég fagna því þeirri ákvörðun stjórnar félagsins að boða til hluthafafundar í september og óska þar eftir heimild til hlutafjáraukningar í félaginu á næstu vikum eða mánuðum. Við viljum vera tilbúin þegar tækifærin gefast.“

Arðgreiðsla

Aðalfundur Reita í mars 2020 samþykkti að greiða ætti hluthöfum félagsins arð að fjárhæð 1,65 krónur á hlut. Vegna þeirrar óvissu sem var uppi á fyrri hluta ársins frestaði stjórn Reita útgreiðslu arðsins þann 17. mars til ótilgreinds tíma. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að greiða arðinn út innan lögformlegs tímafrests enda meta lögfræðiráðgjafar félagsins ekki annað tækt. Arður að fjárhæð 1,65 krónur á hlut verður greiddur 9. september næstkomandi til hluthafa sem rétt áttu til arðgreiðslu á arðsréttindadegi þann 13. mars 2020

Frekari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:30.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.

Skráning á kynningarfundinn: 

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, .

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 440 þúsund fermetrar að stærð. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlið 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a.  Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög.

Viðhengi

EN
24/08/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 39

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 39 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 39. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 220.000 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Verksamningur við Þarfaþing hf. undirritaður um Kringlureit

REITIR: Verksamningur við Þarfaþing hf. undirritaður um Kringlureit Reitir fasteignafélag hf., fyrir hönd Reita - þróunar ehf. og Reita atvinnuhúsnæðis ehf., og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar fyrsta áfanga Kringlureits.  Samningsfjárhæð verksins nemur rúmum 10 milljörðum króna. Fjöldi íbúða verður í kringum 170. Ráðgert er að framkvæmdir muni taka um fjögur ár. Aðilar skrifuðu undir viljayfirlýsingu þann 21. ágúst sl. þar sem lýst var yfir sameiginlegum vilja til að ganga til samninga um samstarf vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis með bílageymslu á Kringlur...

Reitir Fasteignafelag Hf: 1 director

A director at Reitir Fasteignafelag Hf bought 50,000 shares at 113.000ISK and the significance rating of the trade was 54/100. Is that information sufficient for you to make an investment decision? This report gives details of those trades and adds context and analysis to them such that you can judge whether these trading decisions are ones worth following. Included in the report is a detailed share price chart which plots discretionary trades by all the company's directors over the last two y...

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti fruminnherja

REITIR: Viðskipti fruminnherja Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti fruminnherja. Attachment

 PRESS RELEASE

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Reita þann 2. apríl 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 697.000.000 hlutir og eru 8.400.000 hlutir eða 1,21% í eigu félagsins við upphaf endurka...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch