REITIR Reitir fasteignafelag hf

Rekstrarhagnaður Reita 4.908 m.kr. á fyrri árshelmingi

Rekstrarhagnaður Reita 4.908 m.kr. á fyrri árshelmingi

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning vegna fyrri árshelmings árið 2023.

Lykiltölur uppgjörsins eru eftirfarandi:

 Lykiltölur rekstrar6M 20236M 2022
Tekjur7.3516.523
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-2.062-1.759
Stjórnunarkostnaður-381-350
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu4.9084.414
Matsbreyting fjárfestingareigna10.0465.774
Rekstrarhagnaður14.95410.188
Hrein fjármagnsgjöld-6.488-5.745
Heildarhagnaður6.7474.014
Hagnaður á hlut9,1 kr.5,3 kr.
   
 Lykiltölur efnahags30.6.202331.12.2022
Fjárfestingareignir185.308172.270
Handbært og bundið fé3.760871
Heildareignir190.957174.880
Eigið fé60.37056.104
Vaxtaberandi skuldir106.67997.087
Eiginfjárhlutfall31,6%32,1%
Skuldsetningarhlutfall59,5%58,3%
   
 Lykilhlutföll6M 20236M 2022
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)96,0%94,9%
Arðsemi eigna5,7%5,6%
Rekstrarhagnaðarhlutfall64,1%63,9%
Rekstrarkostnaðarhlutfall26,9%25,6%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,0%5,1%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.

Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Rekstur Reita gekk vel fyrri hluta ársins 2023. Rekstrarhagnaður óx lítillega umfram verðlag og góður gangur hefur verið í útleigu. Stórum framkvæmdaverkefnum á vegum félagsins miðar vel en á fyrri hluta árs námu eignfærðar framkvæmdir 2,9 milljörðum króna. Stærstu verkefnin undanfarin misseri felast í stækkun Klíníkurinnar í Ármúla og vöruhúss Aðfanga við Skútuvog. Endurbætur og breytingar í Holtagörðum ganga samkvæmt áætlun, þar opnaði Bónus nýja verslun í júlí og þrjú ný s.k. premium outlet koma til með að opna þar í haust.„

Horfur ársins

Vegna góðrar afkomu á fyrstu sex mánuðum ársins hækkum við horfur um tekjur og rekstrarhagnað á árinu um 100 m.kr. Er nú gert ráð fyrir að tekjur ársins verði á bilinu 14.950 - 15.150 m.kr. og að NOI ársins verði á bilinu 10.200 - 10.400 m.kr. 

Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson forstjóri og Einar Þorsteinsson fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 22. ágúst á skrifstofu Reita í Kringlunni 4-12.

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Berjaya Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.



Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson forstjóri í síma 575 9000 eða 660 3320 og Einar Þorsteinsson fjármálastjóri í síma 575 9000 eða 669 4416.

Viðhengi



EN
21/08/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Flöggun - Birta lífeyrissjóður

REITIR: Flöggun - Birta lífeyrissjóður Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Birtu lífeyrissjóði þar sem farið er niður fyrir 5% eignarhlut í Reitum fasteignafélagi hf. Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrri árshelmings 2025

REITIR: Uppgjör fyrri árshelmings 2025 Rekstur Reita á fyrri hluta ársins gekk vel og afkoma er í takt við útgefnar horfur. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 5.674 millj. kr. og heildarhagnaður 2.771 millj. kr. á fyrri árshelmingi. Rekstrarhagnaður árshlutans óx um 8,3% samanborið við fyrra ár og leigutekjur jukust um 10,5% miðað við sömu tímabil, eða sem nemur 5,9% umfram verðlag. Lækkun verðbólgu undanfarið hefur haft jákvæð áhrif á fjármagnsgjöld samanborið við fyrra ár. Matshækkun fjárfestingareigna á fyrri hluta ársins nam um 3,6 milljörðum króna, og heildareignir samstæðunnar v...

 PRESS RELEASE

REITIR: Viljayfirlýsing við Þarfaþing ehf. undirrituð um Kringlureit

REITIR: Viljayfirlýsing við Þarfaþing ehf. undirrituð um Kringlureit Reitir fasteignafélag hf., fyrir hönd Reita - þróunar ehf. og Reita atvinnuhúsnæðis ehf., og Þarfaþing ehf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að hefja hönnunarvinnu á Kringlureit.  Aðilar lýsa jafnframt yfir sameiginlegum vilja til að ganga til samninga um samstarf vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis með bílageymslu á A - reit Kringlureits á grundvelli þeirra forsendna sem mótast hafa í samningaviðræðum aðila að undanförnu. Heildarumfang samstarfsins gæti numið allt að 10 ma.kr.   Verkið sem um ræðir felur í sér alver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kynningarfundur í streymi vegna birtingar uppgjörs fyrri árshe...

REITIR: Kynningarfundur í streymi vegna birtingar uppgjörs fyrri árshelmings 2025  Reitir munu birta árshlutauppgjör vegna fyrri árshelmings 2025 eftir lokun markaða í dag, fimmtudaginn 21. ágúst 2025.   Af því tilefni er fjárfestum og markaðsaðilum boðið til fundar, þar sem Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri kynna uppgjörið.   Fundinum verður að þessu sinni eingöngu streymt í gegnum netið og hefst kl. 8:30 föstudaginn 22. ágúst nk. Hægt er nálgast fundinn á slóðinni:    Fjárfestar geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum...

 PRESS RELEASE

REITIR: Birting grunnlýsingar

REITIR: Birting grunnlýsingar Reitir fasteignafélag hf., kt. 711208-0700, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 19. ágúst 2025, staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Reita,  Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12 í Reykjavík. Nánari upplýsingar um Reiti fasteignafélag hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu. Upplýsingar veitir: Einar Þorsteinsson, fjármála...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch