Síldarvinnslan hf. - Jákvæð afkomuviðvörun
Í afkomuspá félagsins, sem lögð var fram á fyrri hluta árs, var gert ráð fyrir að EBITDA hagnaður samstæðu félagsins yrði á bilinu 78 – 84 milljónir USD á árinu 2025.
Við vinnu stjórnenda á 9 mánaða uppgjöri félagsins hefur komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig gerir endurskoðuð áætlun stjórnenda félagsins nú ráð fyrir að EBITDA hagnaður verði á bilinu 96 - 104 milljónir USD. Helstu ástæður má rekja til betri afurðaverða en áætlanir gerðu ráð fyrir auk þess sem reksturinn hefur almennt gengið vel á árinu og veiðar verið að hluta umfram áætlanir.
Félagið mun birta níu mánaða uppgjör þann 27. nóvember nk. í samræmi við fjárhagsdagatal.
Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í síma 470-7000 eða á

 
                     
                                            