Síminn hf.: Breyting á skilmálum viðskiptavaka
Símanum hf. hefur borist tilkynning frá Íslandsbanka, sem er annar aðili sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins, um að ekki sé lengur fyrir hendi þörf á að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum eins og áður var kynnt þann 12. mars sl. Ákvæði samningsins um verðbil og fjárhæðir gildir því nú að nýju.
Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri, .