Síminn hf.: Breytingar á skilmálum viðskiptavaka vegna óviðráðanlegra orsaka
Símanum hefur borist tilkynning frá Arion banka sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins um að bankinn muni beita heimild í samningi um viðskiptavakt sem heimilar að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum. Að mati bankans eru aðstæður fyrir hendi sem réttlæta að viðskiptavaka sé heimilt að virkja umrætt ákvæði samningsins. Af þeirri ástæðu mun viðskiptavaka ekki vera unnt að beita ákvæðum samningsins um verðbil og fjárhæðir á meðan þetta ástand varir.
Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans hf., s. 550-6003 ()