SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Forstjóraskipti hjá Símanum hf.

Síminn hf. - Forstjóraskipti hjá Símanum hf.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Um er að ræða stór tímamót en Orri hefur starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hefur félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð.

„Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, segir Orri Hauksson, fráfarandi forstjóri Símans.

„Síminn er vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hefur verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum“, segir María Björk Einarsdóttir, tilvonandi forstjóri Símans.

„Fyrir hönd stjórnar vil ég byrja á því að þakka Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“ , segir Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Símans.



EN
21/06/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 27. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 64.275.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti30.6.202512:481.000.00012,95012.950.00072.342.4621.7.202510:551.000.00012,97512.975.00073.342.4622.7.202513:131.000.00012,85012.850.00074.342.4623.7.202510:451.000.00012,75012.750.00075.342.4624.7.202511:101.000.00012,75012.750.00076.342.462  5.000.000 64.275.00076.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupa...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 26. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 65.175.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti23.6.202514:191.000.00013,00013.000.00067.342.46224.6.202509:381.000.00013,20013.200.00068.342.46225.6.202510:461.000.00013,02513.025.00069.342.46226.6.202511:011.000.00013,00013.000.00070.342.46227.6.202510:271.000.00012,95012.950.00071.342.462  5.000.000 65.175.00071.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurk...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 25. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 54.250.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti16.6.202510:291.000.00013,70013.700.00063.342.46218.6.202510:251.000.00013,70013.700.00064.342.46219.6.202509:471.000.00013,55013.550.00065.342.46220.6.202513:151.000.00013,30013.300.00066.342.462  4.000.000 54.250.00066.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 24. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 41.450.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti11.6.202509:341.000.00013,8013.800.00060.342.46212.6.202510:351.000.00013,8513.850.00061.342.46213.6.202511:221.000.00013,8013.800.00062.342.462  3.000.000 41.450.00062.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. júní 2025. Endurkaup núna samkvæ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Síminn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Símans hf. sem haldinn var þann 13. mars 2025 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 247.500.000 að nafnverði, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch