SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkar sekt

Síminn hf. - Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkar sekt

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála birti fyrr í dag úrskurð sinn þar sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er felld úr gildi að hluta og sektargreiðsla Símans lækkuð úr 500 m.kr. í 200 m.kr.

Síminn fagnar því að stjórnvaldssekt sú er Símanum var gert að greiða sé lækkuð umtalsvert. Það sýnir að hið meinta brot á skilyrðum sem Símanum voru sett á fyrri árum var ekki með þeim hætti er Samkeppniseftirlitið úrskurðaði um.

Taldi áfrýjunarnefndin að Samkeppniseftirlitið hefði ekki rannsakað málið með fullnægjandi hætti og tók þar með undir sjónarmið Símans hvað varðar ætlað brot á 19. og 20. gr. ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2015. Áfrýjunarnefndin staðfesti ætlað brot gegn 3. gr. ákvörðunar nr. 20/2015 sem er Símanum mikil vonbrigði.

Verð á áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur lækkað eftir að Síminn tók við sýningarréttinum og aldrei hefur verið sýnt frá fleiri leikjum í beinni útsendingu. Fjöldi viðskiptavina með aðgang að efninu hefur aldrei verið meiri enda þjónustan hóflega verðlögð og aðgengileg öllum, óháð fjarskiptafélagi.

Síminn mun nú fara betur yfir forsendur úrskurðarins og meta næstu skref, t.d. hvort eftirstandandi þáttur verði borinn undir dómstóla.

Þessi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála mun hafa áhrif á afkomu Símans árið 2020 þar sem lækkun sektar verður færð á síðasta fjórðung ársins. Áður birt EBITDA spá Símans fyrir árið 2020 var 9,9 – 10,3 milljarðar. Vinnu við ársuppgjör er ekki lokið, en samkvæmt fyrstu drögum er útlit fyrir að EBITDA ársins verði í kringum 10,4 – 10,5 milljarða króna að teknu tilliti til úrskurðar áfrýjunarnefndar. Sá fyrirvari er gerður að endurskoðun ársuppgjörs er í gangi og stjórn félagsins hefur ekki fjallað um niðurstöðu ársins.

Nánari upplýsingar veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, ( ) eða sími 550 6003.

Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, ( ) eða sími 895 1977.



EN
13/01/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Viðskipti stjórnenda

Síminn hf. - Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi viðhengi í tengslum við kaupréttarsamninga. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjölda eigin hluta félagsins

Síminn hf. - Breyting á fjölda eigin hluta félagsins Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og gera kaupréttarsamninga við starfsfólk félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Í kjölfar nýtingar kaupréttar samkvæmt kaupréttaráætluninni voru þann 31. október 2025 afhentir 2.126.655 hlutir á genginu 10,58 til 15 starfsmanna. Síminn á eftir afhendingu framangreindra hluta samtals 113.478.282 eigin hluti eða sem nemur 4,58% af útgefnu hlutafé.

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 21. ágúst sl. er nú lokið. Í 44. viku 2025 keypti Síminn hf. 2.585.714 eigin hluti að kaupverði 35.999.996 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti27.10.202510:251.000.00013,9013.900.000114.019.22329.10.202510:441.000.00013,9013.900.000115.019.22330.10.202509:48585.71414,008.199.996115.604.937  2.585.714 35.999.996115.604.937 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Síman...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 43. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 55.000.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti20.10.202509:481.000.00013,6013.600.000110.019.22322.10.202509:481.000.00013,7513.750.000111.019.22323.10.202511:051.000.00013,7013.700.000112.019.22324.10.202510:091.000.00013,9513.950.000113.019.223  4.000.000 55.000.000113.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. („GMÍ“). Með kaupunum styrkir Síminn starfsemi sína enn frekar á sviði fjártækni, sem er ört vaxandi stoð í rekstrinum. Heildarvirði (enterprise value) GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Kaupin verða fjármögnuð með handbæru fé en endanlegt kaupverð til greiðslu tekur meðal annars mið af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ver...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch