SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Góður fjórðungur hjá Símanum

Síminn hf. - Góður fjórðungur hjá Símanum

Helstu niðurstöður úr rekstri á 3F 2020

  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2020 námu 7.225 milljónum króna samanborið við 7.098 milljónir króna á sama tímabili 2019 og hækka því um 127 milljónir krónur eða 1,8%.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 2.933 milljónum króna á 3F 2020 samanborið við 2.817 milljónir króna á sama tímabili 2019 og hækkar því um 116 milljónir króna eða 4,1% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 40,6% fyrir þriðja ársfjórðung 2020 en var 39,7% á sama tímabili 2019. Rekstrarhagnaður EBIT hækkar um 42 m.kr eða 3,1% frá saman tímabili í fyrra.
  • Hagnaður á 3F 2020 nam 1.014 milljónum króna samanborið við 897 milljónir króna á sama tímabili 2019 .
  • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 2.257 milljónum króna á 3F 2020 en var 4.024 milljónir króna á sama tímabili 2019. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 1.967 milljónum króna á 3F 2020 en 3.590 milljónum króna á sama tímabili 2019.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 15,4 milljörðum króna í lok 3F 2020 en voru 16,2 milljarðar króna í árslok 2019. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 14,7 milljarðar króna í lok 3F 2020 samanborið við 16,0 milljarða króna í árslok 2019.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 149 milljónum króna á 3F 2020 en voru 232 milljónir króna á sama tímabili 2019. Fjármagnsgjöld námu 181 milljónum króna, fjármunatekjur voru 52 milljónir króna og gengistap var 20 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 57,0% í lok 3F 2020 og eigið fé 36,6 milljarðar króna.

Orri Hauksson, forstjóri:

„Rekstur samstæðunnar er í vel ásættanlegum gangi um þessar mundir. Tekjur og afkoma þokuðust upp á við á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra, en þá var vöruframboð samstæðunnar orðið sambærilegt við það sem nú er. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru lítið brot af því sem var á fyrra ári, en tekjustraumar samstæðunnar innanlands fá fyrirsjáanlega og að ýmsu leyti hagfellda framvindu á fjórðunginum. Þannig vaxa stafræn afþreying og búnaðarsala umtalsvert milli ára. Tekjur af upplýsingatækni og gagnatengingum vaxa einnig lítillega milli þriðju fjórðunga áranna tveggja, en innlend farsímaþjónusta stendur í stað og talsímaþjónusta dregst saman sem fyrr. Erfitt efnahagsástand hefur enn ekki valdið verulegum vanskilum viðskiptavina samstæðunnar.

Kostnaður vegna lögfræði og málarekstrar var hár á þriðja fjórðungi ársins, en ferðakostnaður, laun og útgjöld vegna ýmissa hefðbundinna umsvifa í rekstrinum dragast saman, meðal annars vegna aukinnar fjarvinnu og samkomutakmarkana. Starfsmönnum móðurfélagsins hefur fækkað um tæplega 50 á árinu, vegna áframhaldandi útvistunar verkefna og aukinnar sjálfvirkni í starfseminni. EBITDA niðurstaða ársins stefnir í að vera í efri hluta áður útgefins spábils.

Ýmsum fyrirhuguðum fjárfestingaverkefnum ársins var slegið á frest síðastliðið vor, eftir að heimsfaraldurinn brast á. Fjárfestingar móðurfélagsins eru að miklu leyti í erlendri mynt og verða því dýrari í krónum með lækkuðu gengi. Heildaráhrif frestaðra fjárfestinga og gengisbreytinga eru að samstæðan verður við neðri mörk spábils fjárfestinga á árinu. Auk ljósleiðaravæðingar eru lykil þróunarverkefni samstæðunnar um þessar mundir nýbreytni í tæknilegum sjónvarpsafurðum félagsins, bætt gagnanýting og innleiðing dreifisamnings við Gagnaveitu Reykjavíkur. Farsímakerfi Símans er byggt upp með búnaði frá hinu sænska fyrirtæki Ericsson og á það einnig við um 5G tækni.“

 

Kynningarfundur 28. október 2020

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 28. október kl. 8:30. Fundurinn verður eingöngu rafrænn og munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum.

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á heimasíðu Símans og í fréttakerfi Nasdaq Iceland.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni:   Þeir sem vilja bera upp spurningar á meðan á streymi stendur geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.

 

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550 6003 ( )

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550 6003 ( )

Viðhengi

EN
27/10/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Hjörtur og Sæunn í framkvæmdastjórn Símans

Síminn hf. - Hjörtur og Sæunn í framkvæmdastjórn Símans Hjörtur Þór Steindórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Símans. Hann tekur við starfinu af Óskari Haukssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum í lok september.Hjörtur hefur starfað hjá Íslandsbanka í nítján ár, árin 2013-2019 sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði og svo frá árinu 2019 sem forstöðumaður á sviði fyrirtækja og fjárfesta. Áður starfaði hann í fimm ár sem lána- og fjárfestingastjóri hjá UPS Capital í Bandaríkjunum.Hjörtur hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Hartford háskóla í Connecticut og M.A. gráðu í hagfræði...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 38. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 66.150.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti15.9.202515:031.000.00013,3013.300.00091.019.22316.9.202514:221.000.00013,3013.300.00092.019.22317.9.202510:371.000.00013,2513.250.00093.019.22318.9.202514:171.000.00013,1513.150.00094.019.22319.9.202511:041.000.00013,1513.150.00095.019.223  5.000.000 66.150.00095.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaá...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 37. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 65.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti8.9.202511:141.000.00013,2013.200.00086.019.2239.9.202510:431.000.00012,9012.900.00087.019.22310.9.202510:081.000.00013,0013.000.00088.019.22311.9.202511:361.000.00013,3513.350.00089.019.22312.9.202511:581.000.00013,2513.250.00090.019.223  5.000.000 65.700.00090.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlu...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. – Breyting á fjölda eigin hluta félagsins

Síminn hf. – Breyting á fjölda eigin hluta félagsins Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og gera kaupréttarsamninga við starfsfólk félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Í kjölfar nýtingar kaupréttar samkvæmt kaupréttaráætluninni voru 18.961.298 hlutir afhentir til 135 starfsmanna. Þann 4. september 2025 voru afhentir 14.551.046 hlutir á genginu 10,58Þann 8. september 2025 voru afhentir 4.410.252 hlutir á genginu 9,75 Síminn á eftir afhendingu framangreindra hluta sam...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 36. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 40.000.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti1.9.202511:441.000.00013,4013.400.000101.980.5213.9.202513:261.000.00013,4013.400.000102.980.5215.9.202511:041.000.00013,2013.200.00089.429.475  3.000.000 40.000.00089.429.475 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 21. ágúst 2025. Endurkaup núna samkvæm...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch