SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Kaup á öllu hlutafé í félögunum BBI ehf., Dengsa ehf. og Billboard ehf.

Síminn hf. - Kaup á öllu hlutafé í félögunum BBI ehf., Dengsa ehf. og Billboard ehf.

Síminn hf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í BBI ehf., Dengsa ehf. og Billboard ehf. (fyrirtækin). Seljendur eru félögin Landvist ehf., Var ehf., Klettaskarð ehf., Kasi Consulting ehf. og Birgir Örn Birgisson, sem eiga félögin þrjú í sömu hlutföllum.

Fyrirtækin starfa öll á auglýsingamarkaði og munu því styrkja enn frekar þjónustuframboð Símans á því sviði. Síminn hefur á undanförnum árum verið að þróa auglýsingakerfi í sjónvarpi sem gerir viðskiptavinum kleift að beina auglýsingum á ákveðna markhópa og svæði, sem hefur í för með sér að auglýsingarnar eru markvissari fyrir viðskiptavini Símans. Með kaupunum á fyrirtækjunum þremur mun Síminn fá enn frekara tækifæri til að þróa og víkka út auglýsingaþjónustu sína, viðskiptavinum til hagsbóta.

Með kaupunum á Dengsa og BBI, sem hafa varið verulegum fjárhæðum síðustu ár í uppbyggingu innviða á höfuðborgarvæðinu, er Síminn að fá innviði sem eru staðsettir víða á höfuðborgarsvæðinu í formi strætóskýla og skilta sem mögulega eru tækifæri á að nýta frekar við uppbyggingu 5G sendakerfis á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni.

Fyrirtækin verða starfrækt sem sjálfstæðar einingar fyrst um sinn. Vésteinn Gauti Hauksson, sem leitt hefur félögin þrjú, mun halda áfram sem framkvæmdarstjóri þeirra og mun ásamt framkvæmdarstjórn Símans vinna að því sameiginlega stefnumiði að styrkja þjónustuframboð samstæðunnar í heild.

Um félögin

BBI ehf. er félag sem hefur sérhæft sig í fjárfestingum og rekstri auglýsingainnviða ásamt sölu margvíslegs búnaðar til þriðja aðila. Félagið selur og leigir út vörur tengdar stafrænum auglýsingaskjám, auglýsingaskilti, auglýsingastanda, næðisrými og annan búnað til viðskiptavina utan neytendamarkaðar.

Dengsi ehf. er öflugur samstarfsaðili sveitarfélaga um rekstur biðskýla fyrir strætisvagna. Félagið er með samninga við fjölmörg sveitarfélög allt frá Borgarnesi til Reykjanesbæjar. Félagið rekur um 350 biðskýli í viðkomandi sveitarfélögum ásamt 50 auglýsingastöndum. Samtals er um að ræða um 800 auglýsingafleti sem gert er ráð fyrir að verði orðnir um 900 í lok árs 2024. Þar af verða um 600 stafrænir skjáir.

Billboard ehf. er frumkvöðull í stafrænni umbreytingu flettiskilta. Félagið hefur síðustu nær tíu ár verið brautryðjandi í að stækka hlutdeild umhverfisauglýsinga á íslenskum auglýsingamarkaði. Félagið er með samninga um rúmlega 50 auglýsingafleti á stórum skiltum sem eru yfir 12 fermetrar að stærð.

Kaupverð

Heildarvirði (e. enterprise value) fyrirtækjanna þriggja samkvæmt kaupsamningi nemur 5.150 m.kr. en mun verða leiðrétt með hliðsjón af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs.

Kaupin verða fjármögnuð með hlutafé í Símanum að andvirði 1.000 m.kr. á genginu 9,886, sem er tíu daga meðalgengi hlutabréfa Símans fyrir undirritun kaupsamningsins. Kaupin eru að öðru leyti fjármögnuð með handbæru fé.

Fjárhagsleg áhrif

Verði af viðskiptunum og miðað við að forsendur Símans um samlegð gangi eftir er áætlað að ársvelta Símans (e. pro-forma) aukist um 1.450 m.kr. og EBITDA um 800 m.kr. á ársgrundvelli. Eru þær áætlanir byggðar sameiginlegum áætluðum rekstri fyrirtækjanna á árinu 2023. Ekki hefur verið tekið tillit til áhrifa alþjóðlegra reikningsskilastaðla í framangreindum tölum.

Orri Hauksson, forstjóri Símans:

„Síminn hefur á undanförnum árum boðið auglýsendum markvissan stafrænan vettvang til að ná til þeirra markhópa sem þeir kjósa. Sjónvarp hefur verið eini miðill Símans fram til þessa. Með kaupunum á félögunum þremur opnast ný tegund af miðlun og þannig styrkjum við til muna auglýsinga- og þjónustuframboð samstæðunnar. Hin keyptu fyrirtæki eru vel rekin í dag og verða starfrækt sem sjálfstæðar einingar fyrst um sinn, en munu ásamt Símanum vinna að því sameiginlega stefnumiði að styrkja þjónustuframboð samstæðunnar í heild. Kaupin falla vel að þeirri stefnu Símans að byggja upp sífellt öflugra þjónustufyrirtæki fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenska neytendur, sem er í fararbroddi í nýtingu stafrænnar tækni í afhendingu þjónustu sinnar. “

Fyrirvarar

Framangreind viðskipti eru háð hefðbundnum fyrirvörum og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Upplýst verður þegar og ef skilyrði viðskiptanna verða uppfyllt.



BBA Legal var ráðgjafi seljanda í viðskiptunum. LOGOS slf. var ráðgjafi Símans.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans hf. ( )



Innherjaupplýsingar

Upplýsingarnar í þessari tilkynningu töldust vera innherjaupplýsingar fyrir birtingu þeirra, eins og skilgreint er í 7. gr. reglugerðar Evrópusambandsins um markaðssvik nr. 596/2014, og eru birtar í samræmi við skyldur Símans samkvæmt 17. gr. þeirrar reglugerðar. Við birtingu þessarar tilkynningar teljast þessar innherjaupplýsingar nú vera opinberar.



EN
18/01/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 20. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.450.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti12.5.202510:061.000.00013,6013.600.00053.172.46213.5.202509:341.000.00013,6013.600.00054.172.46214.5.202509:581.000.00013,6013.600.00055.172.46215.5.202509:591.000.00013,7513.750.00056.172.46216.5.202509:541.000.00013,9013.900.00057.172.462  5.000.000 68.450.00057.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáæt...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 19. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.5.202509:541.000.00013,7513.750.00048.172.4626.5.202511:261.000.00013,7013.700.00049.172.4627.5.202509:561.000.00013,5513.550.00050.172.4628.5.202512:291.000.00013,6013.600.00051.172.4629.5.202510:411.000.00013,6013.600.00052.172.462  5.000.000 68.200.00052.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 18. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 41.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.4.202509:431.000.00013,6013.600.00045.172.46230.4.202509:381.000.00013,8013.800.00046.172.4622.5.202510:481.000.00013,8013.800.00047.172.462  3.000.000 41.200.00047.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkvæ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki Síminn hf. hefur lokið sölu á nýjum víxlaflokki, SIMINN251015 2. Seldir voru víxlar að nafnverði 600 m.kr. á kjörum sem samsvara 8,20% flötum vöxtum með lokagjalddaga þann 15. október 2025. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni. Stefnt er að töku víxlann...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali Síminn hf. tilkynnir um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025. Áætlaðar dagsetningar eru eftirfarandi: Uppgjör 2F 2025    19. ágúst 2025Uppgjör 3F 2025    22. október 2025 (var 28. október 2025)Ársuppgjör 2025    17. febrúar 2026Aðalfundur 2026    12. mars 2026 Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch