SIMINN Siminn HF

Síminn hf. – Lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa

Síminn hf. – Lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa

Á hluthafafundi Símans hf. þann 26. október 2022 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins með greiðslu til hluthafa.

Lögboðin skilyrði fyrir framkvæmd hlutafjárlækkunarinnar eru nú fyrir hendi þar sem fyrirtækjaskrá hefur veitt félaginu undanþágu frá innköllunarskyldu, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög.

Lækkunin nemur kr. 2.900.000.000 að nafnverði. Lækkunarfjárhæð sem er umfram nafnverð, eða kr. 28.600.000.000 mun verða færð til lækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. Samtals verða því kr. 31.500.000.000 greiddar til hluthafa hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags 4. nóvember 2022. Síðasti viðskiptadagur með réttindum til útgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár er því miðvikudagurinn 2. nóvember 2022. Framkvæmd útgreiðslunnar verður eftirfarandi:

  • Ex-dagur –1: 2. nóvember 2022
  • Réttindaleysisdagur (Ex-dagur): 3. nóvember 2022
  • Viðmiðunardagur: 4. nóvember 2022
  • Lækkunardagur/greiðsludagur: 7. nóvember 2022



Hér á eftir fara nánari upplýsingar varðandi dagsetningar sem tilgreindar eru í framkvæmd lækkunar hlutafjár.

Ex-dagur - 1* - Síðasti viðskiptadagur

  • Síðasti viðskiptadagur með bréfin ef núverandi hluthafi hyggst selja fyrir framkvæmd lækkunar.
  • Kaupandi bréfanna mun fá bréfin afhend fyrir framkvæmd lækkunar og fá greiddar krónur til samræmis við ákvörðun hluthafafundar.

Réttindaleysisdagur (Ex-dagur)*

  • Bréf hluthafa sem selur bréf sín á þessum degi eða seinna munu lækka og fær hluthafi greiddar krónur til samræmis við ákvörðun hluthafafundar.
  • Seljandi verður að hafa í huga þann möguleika að bréf sem hann selur verða lækkuð fyrir afhendingu bréfa sem getur orðið til þess að viðkomandi haldi ekki á þeim fjölda bréfa sem hann skuli afhenda.
  • Bréf kaupanda sem kaupir bréf í Símanum á þessum degi eða seinna munu ekki lækka og þar af leiðandi fær kaupandi ekki greitt.

Viðmiðunardagur

  • Hlutafjáreign þeirra hluthafa sem skráðir eru í hluthafaskrá félagsins í lok þessa dags mun lækka til samræmis við ákvörðun hluthafafundar.

Lækkunardagur/Greiðsludagur

  • Útgefið nafnvirði hlutafjár í Símanum mun lækka um kr. 2.900.000.000 að nafnvirði að morgni lækkunardags.
  • Þeir hluthafar sem eiga bréf í lok viðmiðunardags fá greiddar krónur til samræmis við áður útgefna tilkynningu um niðurstöður hluthafafundar.

*Hér er miðað við að viðskipti séu gerð upp m.v. T+2 regluna.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi .





EN
28/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 17. mars sl. er nú lokið. Í 21. viku 2025 keypti Síminn hf. 2.170.000 eigin hluti að kaupverði 30.180.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti19.5.202509:381.000.00013,9013.900.00058.172.46220.5.202509:341.000.00013,9013.900.00059.172.46221.5.202509:44170.00014,002.380.00059.342.462  2.170.000 30.180.00059.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem ti...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útboð á víxlum 28. maí 2025

Síminn hf. - Útboð á víxlum 28. maí 2025 Síminn hf. efnir til útboðs á víxlum miðvikudaginn 28. maí 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki SIMINN251203. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðs...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 20. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.450.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti12.5.202510:061.000.00013,6013.600.00053.172.46213.5.202509:341.000.00013,6013.600.00054.172.46214.5.202509:581.000.00013,6013.600.00055.172.46215.5.202509:591.000.00013,7513.750.00056.172.46216.5.202509:541.000.00013,9013.900.00057.172.462  5.000.000 68.450.00057.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáæt...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 19. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.5.202509:541.000.00013,7513.750.00048.172.4626.5.202511:261.000.00013,7013.700.00049.172.4627.5.202509:561.000.00013,5513.550.00050.172.4628.5.202512:291.000.00013,6013.600.00051.172.4629.5.202510:411.000.00013,6013.600.00052.172.462  5.000.000 68.200.00052.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 18. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 41.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.4.202509:431.000.00013,6013.600.00045.172.46230.4.202509:381.000.00013,8013.800.00046.172.4622.5.202510:481.000.00013,8013.800.00047.172.462  3.000.000 41.200.00047.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkvæ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch