Síminn hf. - Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við sölu Sensa ehf. til Crayon Group A.S.
Síminn hf. tilkynnti þann 2. desember 2020 að félagið hefði undirritað skuldbindandi samning um sölu Símans á dótturfélaginu Sensa ehf. til Crayon A.S. Í dag tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það telji að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans.
Í samræmi við kaupsamning milli Símans hf. og Crayon má reikna með að frágangur viðskiptanna eigi sér stað í lok þessa mánaðar. Síminn mun upplýsa þegar viðskiptin hafa verið frágengin.
Nánari upplýsingar: Orri Hauksson, forstjóri, í síma 855 4040 eða Óskar Hauksson, fjármálastjóri, í síma 899 6169.