SIMINN Siminn HF

Síminn hf. – Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Ardian á Mílu

Síminn hf. – Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Ardian á Mílu

Síminn hf. („Síminn“) og Ardian France SA („Ardian“) hafa skrifað undir samkomulag um tilteknar breytingar á samningi um kaup og sölu 100% hlutafjár í Mílu ehf. („Míla“) sem tilkynnt var um þann 23. október 2021 sem og 22. júlí 2022. Jafnframt hefur verið undirrituð sátt á milli Ardian og Samkeppniseftirlitsins sem felst í því að stofnunin samþykkir viðskiptin með tilteknum skilyrðum.

Helstu atriði þeirra breytinga sem Síminn og Ardian hafa samþykkt að gera á kaupsamningi fela í sér breytingu á ákvæðum er lúta að heildarvirði viðskiptanna (e. enterprise value) sem áður var 73 milljarðar króna, sbr. tilkynningu Símans þann 22. júlí 2022, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum sem kaupandinn yfirtekur. Í ljósi skilyrða Samkeppniseftirlitsins hafa Síminn og Ardian nú náð samkomulagi um að heildarvirði viðskiptanna skuli vera 69,5 milljarðar króna sem er lækkun um 3,5 milljarða króna.

Samkvæmt breyttum kaupsamningi fær Síminn greitt á efndadegi, sem gert er ráð fyrir að verði í lok september 2022, tæplega 33 milljarða króna í reiðufé og 17,5 milljarða króna í formi skuldabréfs til þriggja ára. Skuldabréfið var áður 19 milljarðar króna eins og fram kom í tilkynningu Símans þann 22. júlí 2022. Skuldabréfið er framseljanlegt og ber 4% vexti sem er óbreytt frá fyrra samkomulagi. Leiða þessar breytingar á kaupsamningnum til þess að áætlaður söluhagnaður Símans er 38,3 milljarðar króna, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna, sem er lækkun um 3,5 milljarða króna frá því sem tilkynnt var þann 22. júlí 2022.

Í kynningu á hálfsársuppgjöri Símans sem birt var þann 23. ágúst 2022 má finna nánari útlistun á efnahagsreikningi Símans að teknu tilliti til sölunnar. Stjórn Símans mun fljótlega boða til hluthafafundar þar sem nánar verður gerð grein fyrir viðskiptunum og tillaga lögð fram um ráðstöfun söluandvirðis Mílu.

Orri Hauksson, forstjóri Símans:

„Við hjá Símanum erum afskaplega ánægð með að söluferli Mílu skuli loks lokið. Það reyndist langvinnara en hægt var að sjá fyrir, en nú hefst nýr kafli í fjarskiptasögu Íslands. Síminn mun einbeita sér að því að veita viðskiptavinum sínum hágæða fjarskiptaþjónustu um land allt, en eftirláta öðrum fjárfestingar í innviðum. Ardian, nýr eigandi Mílu, sýndi þolgæði og framsýni í þessu erfiða ferli. Allur íslenskur almenningur má vænta mikils af Ardian og Mílu í uppbyggingu fjarskipta um land allt og njóta góðs af þessum viðskiptum, bæði sem neytendur og sem hinir endanlegu eigendur lífeyrissjóðanna, sem eru stærstu hluthafar Símans.“

Dr. Daniel von der Schulenburg, framkvæmdastjóri og yfirmaður Ardian Infrastructure fyrir Þýskaland, Benelux löndin og Norður-Evrópu:

„Við hjá Ardian erum ánægð með að hafa náð þessum mikilvæga áfanga. Við viljum þakka stjórnendum Símans og Mílu ásamt samkeppnisyfirvöldum fyrir þá miklu vinnu sem þessir aðilar hafa lagt á sig til að ná þessu saman. Míla er langtímafjárfesting fyrir Ardian og ætlum við okkur að veita Símanum og öllum öðrum viðskiptavinum Mílu fyrsta flokks þjónustu á sama tíma og við hröðum uppbyggingu fjarskiptainnviða á Íslandi.“

Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu:

„Það er okkur, starfsfólki Mílu, mikið gleðiefni að þessum kafla sé loks að ljúka og nýr spennandi kafli í sögu Mílu að taka við. Með þennan öfluga bakhjarl sem Ardian er verður Míla sem sjálfstætt félag enn betur í stakk búin að byggja upp og efla fjarskiptainnviði á Íslandi. Nú munum við setja enn meiri kraft í uppbyggingu ljósleiðaratenginga og 5G farsímanets á landinu í samræmi við stefnu nýrra eigenda sem vilja flýta þessari mikilvægu uppbyggingu. Endurnýjun og frekari útvíkkun stofnfjarskipta og stofnleiða er enn eitt mikilvægt verkefni sem nú er í gangi og er lykilatriði fyrir öryggi fjarskipta og um leið notenda. Samanlögð þekking Mílu og Ardian mun þar skipta miklu máli og tryggja trausta framkvæmd þessa mikilvæga innviðaverkefnis.“

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson forstjóri Símans ( ).



EN
15/09/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025 In the English version of the announcement titled ‘Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025’, the title should have read ‘Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025’. The content of the announcement remains unchanged. Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 milli...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 3F 2025 Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2025 námu 7.062 m.kr. samanborið við 6.955 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 1,5%. Tekjur af fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu lækkuðu samtals um 1,1% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 609 m.kr. samanborið við 540 m.kr. á sama tíma í fyrra sem samsvarar aukningu um 12,8%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.848 m.kr. á 3F 2025 og lækkaði um 67 m.kr. eða 3,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,2% á 3F 2025 ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025 Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 million compared with ISK 540 million in the same period last year, an increase of 12.8%.EBITDA for Q3 2025 amounted to ISK 1,848 million, a decrease of ISK 67 million or 3.5% compared with the same period in 2024. The EBITDA margin was 26.2% in Q3 2025,...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 42. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 53.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti13.10.202513:531.000.00013,0513.050.000106.019.22314.10.202514:491.000.00013,4013.400.000107.019.22315.10.202511:111.000.00013,5513.550.000108.019.22317.10.202511:561.000.00013,7013.700.000109.019.223  4.000.000 53.700.000109.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 3. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 3. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 21. október Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 2025 þriðjudaginn 21. október næstkomandi.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 22. október í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir.Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Hjörtur Þór Steindórsson fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðge...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch