SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Síminn selur Sensa ehf. til alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækisins Crayon Group A.S.

Síminn hf. - Síminn selur Sensa ehf. til alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækisins Crayon Group A.S.

Síminn hf. („Síminn“) og alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Crayon Group A.S. („Crayon“) undirrituðu í dag skuldbindandi samning um sölu Símans á dótturfélaginu Sensa ehf. („Sensa“) til Crayon.

Sensa hefur um árabil verið í fararbroddi íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja og spannar starfsemi félagsins allt frá rekstri, hýsingu og skýjalausnum til sérfræðiþjónustu og ráðgjafar. Undanfarin ár hefur Sensa byggt markvisst upp þekkingu á hagnýtingu Microsoftlausna. Starfsmenn Sensa eru 115 talsins, þar af vinna 91 við ráðgjöf og upplýsingatækni.

Crayon er með höfuðstöðvar í Ósló og hafa hlutabréf móðurfélags félagsins Crayon Group Holding verið tekin til viðskipta hjá Oslo Børs (kauphöllinni í Ósló). Hjá fyrirtækinu starfa um 1.700 manns en fyrirtækið er með 55 starfsstöðvar í 35 löndum, í Evrópu, Norður-Ameríku, Eyjaálfu og Asíu. Crayon er leiðandi á heimsvísu í eignastýringu hugbúnaðar, skýja- og hugbúnaðarleyfissamningum og tengdri ráðgjafarþjónustu og eru mörg af stærstu fyrirtækjum heims viðskiptavinir fyrirtækisins. Crayon er einn þriggja helstu endursöluaðila hýsingarleyfa fyrir Microsoft í heiminum. Árið 2019 var Crayon valið af Microsoft sem samstarfsaðili ársins við þróun gervigreindar og vélanáms (e. machine learning).

  • Heildarvirði Sensa í samningnum er ISK 3.250.000.000 og mun Crayon kaupa félagið að fullu. Tveir þriðju hlutar kaupverðsins verða greiddir með reiðufé og einn þriðji með hlutabréfum í Crayon Group Holding ASA.
  • Sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með bréfum í Crayon er bundinn til tólf mánaða frá undirritun kaupsamnings. Einn tólfti (1/12) hans er laus til sölu um hver mánaðamót sem líða þar frá.
  • Undanfarin tvö ár hefur EBITDA Sensa verið í kringum 4% af heildar EBITDA Símasamstæðunnar.
  • Áætlaður söluhagnaður Símans vegna viðskiptanna er 1,7 milljarður króna.
  • Með söluandvirðinu styrkist geta Símans til innri og ytri vaxtar en jafnframt er til skoðunar hagkvæmari fjármagnsskipan með mögulegri endurfjármögnun skulda, eins og kom fram í fjárfestakynningu félagsins þann 28. október síðastliðinn.
  • Áætlað er að uppgjör viðskiptanna muni eiga sér stað eigi síðar en fyrir lok febrúar 2021, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þ.m.t. samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sensa heldur áfram starfsemi undir eigin merkjum og mun Síminn eftir sem áður vera einn af lykilviðskiptavinum fyrirtækisins. Samhliða gerð kaupsamningsins hafa Síminn og Crayon lagt drög að samstarfi milli félaganna sem mun styrkja vöruframboð og þjónustu Símans á sviði upplýsingatækni fyrir minni og millistór fyrirtæki. Síminn mun því áfram starfa á sviði upplýsingatækni í samstarfi við Sensa og Crayon.

„Sensa er geysisterkt fyrirtæki á sínu sviði, sem við sjáum eftir úr samstæðunni. Með breytingunni fær félagið hins vegar náttúrulegra heimili en fyrr, í samstæðu Crayon sem snýst eingöngu um upplýsingatækniþjónustu til fyrirtækja. Við hyggjumst áfram vinna náið með okkar góðu félögum í Sensa, en ekki síður með Crayon í heild, sem býður upp á fjölbreytt vöruframboð og þjónustu víða um heim,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. „Krafta Crayon viljum við nýta til að lækka kostnað Símans sjálfs af upplýsingatækni og hugbúnaðarleyfum, en mestu skiptir að fyrirtækjaþjónusta Símans mun í samstarfi við Crayon geta veitt íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum heilsteyptari þjónustu en fyrr, það er upplýsingatækni og fjarskipti í einum pakka. Síminn mun með sölu á Sensa þannig fara út úr eignarhaldi á sérhæfðu upplýsingatæknifyrirtæki, en samstarf við Crayon samstæðuna í heild eftir söluna opnar ný tækifæri.“

„Markmið Sensa hefur verið að færa viðskiptavinum sínum virðisaukandi þjónustu og þróa lausnir sem passa inn í krefjandi tækniumhverfi. Sensa hefur alltaf lagt áherslu á að byggja upp sterk og áreiðanleg sambönd við viðskiptavini og samstarfsaðila. Þessi sýn samræmist vel grundvallargildi Crayons sem er að byggja upp sterkt og áreiðanlegt samband við viðskiptavini sína til að geta stutt þá við lausn á lykiláskorunum með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Torgrim Takle, framkvæmdastjóri Crayon. „Við hlökkum til að fá Sensa til liðs við Crayon Group vegna vaxtarmöguleikanna sem það hefur í för með sér fyrir fyrirtækið,“ segir Torgrim.

„Þetta er gífurleg viðurkenning á þekkingu og hæfni Sensa í upplýsingatæknilausnum og opnar tækifæri fyrir þann góða hóp sem vinnur hér að vaxa út í alþjóðlegt umhverfi og styrkja þannig stöðu upplýsingatækni á Ísland. Við hlökkum mjög til samstarfsins við Crayon,“ segir Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa. „Hið nýja eignarhald breikkar það lausnaframboð sem Sensa getur boðið íslenskum viðskiptavinum sínum og gerir Sensa kleift að styðja enn betur við stafræna vegferð þeirra. Við þökkum Símanum fyrir frábær ár saman og erum spennt fyrir áframhaldandi góðu samstarfi,“ segir Valgerður.

Nánari upplýsingar: Orri Hauksson, forstjóri, í síma 855 4040 eða Óskar Hauksson, fjármálastjóri, í síma 899 6169.



EN
02/12/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 6. júní sl. er nú lokið. Í 33. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.638.059 eigin hluti að kaupverði 21.949.991 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti11.8.202509:521.000.00013,4013.400.00096.342.46212.8.202510:27638.05913,408.549.99196.980.521  1.638.059 21.949.99196.980.521 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. júní...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 19. ágúst Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung 2025 þriðjudaginn 19. ágúst næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt á  og...

 PRESS RELEASE

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið. María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans: “Fjármál Símans hafa verið í traustum höndum Óskars í rúmlega fjórtán ár. Eins og fjárfestar þekkja hefur sá tími einkennst af stöðugleika, ábyrgð og vel ígrunduðum ákvörðunum í rekstrinum.  Ég vil þakka Óskari fyrir...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 32. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 53.800.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.8.202514:221.000.00013,5013.500.00092.342.4626.8.202510:091.000.00013,5013.500.00093.342.4627.8.202510:391.000.00013,4013.400.00094.342.4628.8.202509:591.000.00013,4013.400.00095.342.462  4.000.000 53.800.00095.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 31. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 67.900.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.7.202514:571.000.00013,6013.600.00087.342.46229.7.202513:261.000.00013,6013.600.00088.342.46230.7.202510:241.000.00013,6013.600.00089.342.46231.7.202512:071.000.00013,6013.600.00090.342.4621.8.202509:511.000.00013,5013.500.00091.342.462  5.000.000 67.900.00091.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáæ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch