SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Sterkur grunnrekstur skilar góðum ársfjórðungi

Síminn hf. - Sterkur grunnrekstur skilar góðum ársfjórðungi

Í árshlutareikningi samstæðu Símans fyrir annan ársfjórðung 2022 er Míla meðhöndluð sem aflögð starfsemi. Hér að neðan er fjallað um rekstur samstæðu Símans án Mílu.

  • Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2022 námu 6.036 m.kr. samanborið við 5.937 m.kr. á sama tímabili 2021.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 1.399 m.kr. á 2F 2022 og hækkar því um 81 m.kr. eða 6,1%. EBITDA hlutfallið er 23,2% fyrir 2F 2022 en var 22,2% á sama tímabili 2021. Rekstrarhagnaður EBIT nam 682 m.kr. á 2F 2022 samanborið við 543 m.kr. á sama tímabili 2021.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 165 m.kr. á 2F 2022 en námu 99 m.kr. á sama tímabili 2021. Fjármagnsgjöld námu 252 m.kr., fjármunatekjur voru 90 m.kr. og gengistap nam 3 m.kr.
  • Hagnaður af áframhaldandi starfsemi á 2F 2022 nam 410 m.kr. samanborið við 342 m.kr. á sama tímabili 2021. Hagnaður tímabilsins með aflagðri starfsemi nam 505 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 7,1 ma.kr. í lok 2F 2022 en voru 8,3 ma.kr. í árslok 2021. Hreinar vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum voru 5,7 ma.kr. í lok 2F 2022 samanborið við 4,8 ma.kr. í árslok 2021.
  • Eiginfjárhlutfall Símans var 44,0% í lok 2F 2022 og eigið fé 29,9 ma.kr.

 

Orri Hauksson, forstjóri:

„Rekstur Símans á öðrum fjórðungi ársins fylgir þeim fyrsta vel á eftir, þar sem bæði tekjur og EBITDA aukast. Sérstaklega vaxa farsímatekjur nú myndarlega milli ára, að hluta vegna aukinna ferðalaga til og frá landinu. Tekjur af sjónvarpi og interneti aukast einnig nokkuð. Rekstrarhorfur fyrir síðari hluta þessa árs eru jákvæðar.

Helstu kostnaðarliðir breytast lítið milli ára, en stór hluti kostnaðar Símans er fyrirsjáanlegur og byggist á langtímasamningum við innlenda og erlenda birgja. Gengisþróun hefur verið hagfelld, en verðbólga vegur á móti og mun gera það af auknum þunga það sem eftir lifir árs. Launakostnaður hækkar um tæp 5% milli ára á öðrum ársfjórðungi, að mestu vegna starfsloka. Búast má við nokkrum launahækkunum á næstu misserum. Að einhverju marki kemur það til vegna launaskriðs, auk þess sem komandi kjarasamningar eru stór óvissuþáttur í kostnaði félagsins á næsta ári.

Skipulagi Símans var breytt á fjórðungnum, með það að markmiði að stytta boðleiðir fyrirtækisins og bæta þjónustu við viðskiptavini. Tveir nýir framkvæmdastjórar tóku til starfa, þær Berglind Björg Harðardóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu, og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfbærni og menningar, og hafa þær nú þegar sett mark sitt á starfsemina með jákvæðum hætti.

Rekstur Mílu, dótturfélags Símans, gekk vel á fyrri helmingi ársins og skilaði félagið sambærilegri EBITDA afkomu og á sama tíma í fyrra. Síminn undirritaði kaupsamning við franska sjóðastýringarfélagið Ardian 23. október í fyrra, en niðurstaða kemst í söluferli félagsins í síðasta lagi 15. september næstkomandi, þegar lokafrestur í skoðun samkeppnisyfirvalda á kaupunum verður liðinn. Eins og fram kom í tilkynningu Símans til kauphallar 22. júlí síðastliðinn hefur verið samið við kaupanda félagsins um að söluverð Mílu lækki úr 78 milljörðum króna í 73 milljarða króna, auk annarra breytinga á kaupsamningnum. Síminn vonast enn til að kaup Ardian á Mílu verði heimiluð, enda hafa samkeppnisyfirvöld um langa hríð talið að sala Mílu til þriðja aðila sé jákvæð fyrir samkeppni, auk þess sem kaupin leiða til frekari fjárfestinga í fjarskiptainnviðum á Íslandi. Nýtt fyrirkomulag að sölu lokinni byggir á tryggum viðskiptasamningi Símans og Mílu og yrði hagfellt fyrir rekstur Símans og fyrir viðskiptavini Símans til framtíðar.“

 

Kynningarfundur 24. ágúst 2022

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst 2022 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans .

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni:

.

Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.

 

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550 6003 ( )

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550 6003 ( )

 

Viðhengi



EN
23/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 19. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.5.202509:541.000.00013,7513.750.00048.172.4626.5.202511:261.000.00013,7013.700.00049.172.4627.5.202509:561.000.00013,5513.550.00050.172.4628.5.202512:291.000.00013,6013.600.00051.172.4629.5.202510:411.000.00013,6013.600.00052.172.462  5.000.000 68.200.00052.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 18. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 41.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.4.202509:431.000.00013,6013.600.00045.172.46230.4.202509:381.000.00013,8013.800.00046.172.4622.5.202510:481.000.00013,8013.800.00047.172.462  3.000.000 41.200.00047.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkvæ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki Síminn hf. hefur lokið sölu á nýjum víxlaflokki, SIMINN251015 2. Seldir voru víxlar að nafnverði 600 m.kr. á kjörum sem samsvara 8,20% flötum vöxtum með lokagjalddaga þann 15. október 2025. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni. Stefnt er að töku víxlann...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali Síminn hf. tilkynnir um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025. Áætlaðar dagsetningar eru eftirfarandi: Uppgjör 2F 2025    19. ágúst 2025Uppgjör 3F 2025    22. október 2025 (var 28. október 2025)Ársuppgjör 2025    17. febrúar 2026Aðalfundur 2026    12. mars 2026 Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025 Financial highlights of Q1 2025Revenue in the first quarter (Q1) of 2025 amounted to ISK 7,173 million compared to ISK 6,575 million in the same period 2024 and increased by 9.1%. Revenue from Síminn's main telecommunications services, mobile, data and TV services increases by 2.3% from Q1 2024.EBITDA amounted to ISK 1,272 million in Q1 2025, down by ISK 163 million or 11.4% compared to the same period 2024. The EBITDA ratio was 17.7% in Q1 2025, compared to 21.8% in the same period of 2024. Operating profit EBIT amounted to ISK 189 million...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch