SIMINN Siminn HF

Síminn hf. – Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Síminn hf. – Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Símans hf. sem haldinn var þann 11. mars 2021 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 754.000.000 að nafnverði, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Endurkaupaáætlunin er í gildi í 18 mánuði frá síðasta aðalfundi, en þó aldrei lengur en fram að aðalfundi félagsins árið 2022, eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þann tíma.

Á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar aðalfundar hefur stjórn Símans hf. tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin hlutum. Endurkaupin nú munu nema 1.000 milljónum króna að kaupverði.

Fossar markaðir hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 5.036.468 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í júlí 2021. Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hefjast þriðjudaginn 24. ágúst nk.

Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi .



EN
23/08/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. („GMÍ“). Með kaupunum styrkir Síminn starfsemi sína enn frekar á sviði fjártækni, sem er ört vaxandi stoð í rekstrinum. Heildarvirði (enterprise value) GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Kaupin verða fjármögnuð með handbæru fé en endanlegt kaupverð til greiðslu tekur meðal annars mið af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ver...

 PRESS RELEASE

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025 In the English version of the announcement titled ‘Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025’, the title should have read ‘Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025’. The content of the announcement remains unchanged. Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 milli...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 3F 2025 Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2025 námu 7.062 m.kr. samanborið við 6.955 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 1,5%. Tekjur af fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu lækkuðu samtals um 1,1% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 609 m.kr. samanborið við 540 m.kr. á sama tíma í fyrra sem samsvarar aukningu um 12,8%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.848 m.kr. á 3F 2025 og lækkaði um 67 m.kr. eða 3,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,2% á 3F 2025 ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025 Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 million compared with ISK 540 million in the same period last year, an increase of 12.8%.EBITDA for Q3 2025 amounted to ISK 1,848 million, a decrease of ISK 67 million or 3.5% compared with the same period in 2024. The EBITDA margin was 26.2% in Q3 2025,...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 42. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 53.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti13.10.202513:531.000.00013,0513.050.000106.019.22314.10.202514:491.000.00013,4013.400.000107.019.22315.10.202511:111.000.00013,5513.550.000108.019.22317.10.202511:561.000.00013,7013.700.000109.019.223  4.000.000 53.700.000109.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch