SIMINN Siminn HF

Síminn hf. – Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Síminn hf. – Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Símans hf. sem haldinn var þann 10. mars 2022 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 440.000.000 að nafnverði, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, með það að markmiði að lækka hlutafé félagsins og gera félaginu kleift að standa við skuldbindingar sínar skv. kaupréttarsamningum við starfsmenn.

Endurkaupaáætlunin er í gildi í 18 mánuði frá síðasta aðalfundi, en þó aldrei lengur en fram að aðalfundi félagsins árið 2023, eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þann tíma.

Á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar aðalfundar hefur stjórn Símans hf. tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin hlutum. Endurkaupin nú munu nema 1.000 milljónum króna að kaupverði.

Acro verðbréf hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupáætlanir, og eftir atvikum II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 2.348.382 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í nóvember 2022. Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hefjast föstudaginn 2. desember 2022.

Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi .



EN
01/12/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útboð á víxlum 8. október 2025

Síminn hf. - Útboð á víxlum 8. október 2025 Síminn hf. efnir til útboðs á víxlum miðvikudaginn 8. október 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki SIMINN260422. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 39. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 52.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti22.9.202512:021.000.00013,0013.000.00096.019.22323.9.202510:451.000.00013,0513.050.00097.019.22325.9.202514:101.000.00013,0513.050.00098.019.22326.9.202510:421.000.00013,1013.100.00099.019.223  4.000.000 52.200.00099.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Ísla...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Birting grunnlýsingar

Síminn hf. - Birting grunnlýsingar Síminn hf., kt. 460207-0880, Ármúla 25, 108 Reykjavík hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma skuldaskjala. Grunnlýsingin er dagsett 22. september 2025 og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins . Nánari upplýsingar um Símann hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu og á vefsíðu félagsins. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar. Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýsingu...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Hjörtur og Sæunn í framkvæmdastjórn Símans

Síminn hf. - Hjörtur og Sæunn í framkvæmdastjórn Símans Hjörtur Þór Steindórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Símans. Hann tekur við starfinu af Óskari Haukssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum í lok september.Hjörtur hefur starfað hjá Íslandsbanka í nítján ár, árin 2013-2019 sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði og svo frá árinu 2019 sem forstöðumaður á sviði fyrirtækja og fjárfesta. Áður starfaði hann í fimm ár sem lána- og fjárfestingastjóri hjá UPS Capital í Bandaríkjunum.Hjörtur hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Hartford háskóla í Connecticut og M.A. gráðu í hagfræði...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 38. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 66.150.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti15.9.202515:031.000.00013,3013.300.00091.019.22316.9.202514:221.000.00013,3013.300.00092.019.22317.9.202510:371.000.00013,2513.250.00093.019.22318.9.202514:171.000.00013,1513.150.00094.019.22319.9.202511:041.000.00013,1513.150.00095.019.223  5.000.000 66.150.00095.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaá...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch