SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Upplýsingar um framgang kaupa Ardian France SA á Mílu ehf. af Símanum hf.

Síminn hf. - Upplýsingar um framgang kaupa Ardian France SA á Mílu ehf. af Símanum hf.

Vísað er til tilkynningar Símans hf. („Síminn“) dags. 23. október 2021 þar sem fram kom að Síminn og Ardian France SA („Ardian“) hefðu undirritað kaupsamning um kaup og sölu 100% hlutafjár í Mílu ehf. („Míla“) með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þann 9. júlí 2022 tilkynnti Síminn um að Ardian hefði upplýst að félagið hefði óskað eftir sáttarviðræðum við Samkeppniseftirlitið. Ardian hefur skilað tillögum að skilyrðum til þess að mæta samkeppnislegum áhyggjum Samkeppniseftirlitsins.

Í dag upplýsti Ardian Símann um að það væri mat Ardian að tillögurnar sem félagið hefði lagt fyrir Samkeppniseftirlitið varðandi breytingar á fyrirhuguðum heildsölusamningi milli Símans og Mílu að breytingarnar væru íþyngjandi og þess eðlis að fela í sér neikvæð áhrif í skilningi kaupsamnings aðila. Það væri mat Ardian að ef samruninn verði samþykktur af hálfu samkeppnisyfirvalda með fyrirliggjandi skilyrðum feli það í sér að eitt af skilyrðum þess að viðskiptin gangi í gegn samkvæmt kaupsamningnum teljist ekki uppfyllt. Ardian hefur upplýst að félagið sé ekki reiðubúið til þess að ljúka viðskiptunum á grundvelli óbreytts kaupsamnings.

Ljóst er af þessu að Síminn mun þurfa að ræða við Ardian um atriði sem varða kaupsamning aðila, samhliða viðræðum Ardian við Samkeppniseftirlitið. Líkt og áður mun Síminn mun upplýsa um leið og frekari upplýingar liggja fyrir um framgang viðskiptanna.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson ( ).



EN
17/07/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Viðræður um möguleg kaup á Opnum kerfum

Síminn hf. - Viðræður um möguleg kaup á Opnum kerfum Í tilefni fréttaflutnings á vefnum Innherja vilja stjórnendur Símans hf. greina frá því að viðræður standa yfir við eigendur Opinna kerfa hf. um möguleg kaup á öllu hlutafé í félaginu. Síminn hf. hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð sem er með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og bundið frekari skilyrðum.  Í ljósi þess að tilboðið er óskuldbindandi og háð fyrirvörum er málið ekki komið á það stig að unnt sé að leggja mat á hvort líkur séu á að það leiði til endanlegra viðskipta. Síminn hf. mun upplýsa markaðsaðila um framgang...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 57.300.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti8.12.202514:031.000.00014,2514.250.000135.478.2829.12.202509:471.000.00014,2514.250.000136.478.28210.12.202510:251.000.00014,2014.200.000137.478.28212.12.202515:171.000.00014,6014.600.000138.478.282  4.000.000 57.300.000138.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphö...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 49. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 70.150.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti1.12.202514:091.000.00014,0514.050.000130.478.2822.12.202510:331.000.00013,9013.900.000131.478.2823.12.202511:031.000.00014,0514.050.000132.478.2824.12.202515:221.000.00014,0514.050.000133.478.2825.12.202509:451.000.00014,1014.100.000134.478.282  5.000.000 70.150.000134.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endur...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 48. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 55.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti24.11.202510:341.000.00013,8013.800.000126.478.28226.11.202511:201.000.00013,8013.800.000127.478.28227.11.202511:331.000.00014,0514.050.000128.478.28228.11.202511:211.000.00014,0514.050.000129.478.282  4.000.000 55.700.000129.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. – Birting viðauka við grunnlýsingu

Síminn hf. – Birting viðauka við grunnlýsingu Síminn hf., kt. 460207-0880, Ármúla 25, 108 Reykjavík, hefur birt viðauka við grunnlýsingu, dags. 22. september 2025, í tengslum við útgáfuramma skuldaskjala. Viðaukinn, sem skoðast sem hluti af grunnlýsingunni, er dagsettur 26. nóvember 2025 og hefur verið staðfestur af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Viðaukinn er gefinn út á íslensku og birtur á vefsíðu Símans ásamt grunnlýsingunni, . Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar vei...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch