Sjóvá - Hækkun hlutafjár og nýting kauprétta
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“ eða „félagið“) hefur móttekið tilkynningar kaupréttarhafa í hópi starfsfólks Sjóvár um nýtingu kauprétta í samræmi við kaupréttarsamninga. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 5.111.917 hlutum í félaginu á genginu 34,60.
Stjórn Sjóvár hefur samþykkt útgáfu nýs hlutafjár sem nemur þessum hlutum og nýtir þar með heimild sína í 6. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé þess í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 5.111.917 hluti. Heildarhlutafé verður eftir útgáfuna 1.161.701.917 að nafnverði. Hver hlutur er að fjárhæð ein króna og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði.
Hlutafjárhækkunin hefur verið tilkynnt til fyrirtækjaskrár Skattsins og hinir nýju hlutir verða að lokinni skráningu gefnir út og teknir til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
