A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Sjóvá - Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2021

Sjóvá - Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2021

Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri 3F 2021:

Þriðji ársfjórðungur 2021

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 730 m.kr. (3F 2020: 988 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 1.764 m.kr. (3F 2020: 572 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 2.194 m.kr. (3F 2020: 1.266 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 3,9% (3F 2020: 1,7%)
  • Samsett hlutfall 89,9% (3F 2020: 83,2%)

9M 2021 og uppfærðar horfur

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 1.874 m.kr. (9M 2020: 1.387 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 6.132 m.kr. (9M 2020: 1.486 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 7.372 m.kr. (9M 2020: 2.338 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 14,3% (9M 2020: 6,4%)
  • Samsett hlutfall 90,8% (9M 2020: 92,5%)
  • Horfur fyrir árið 2021 gera ráð fyrir að samsett hlutfall verði um 92% (óbreytt) og að hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 2.200 m.kr. (óbreytt)
  • Horfur til næstu 12 mánaða (4F 2021 – 3F 2022) gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 2.100 m.kr. (var 2.500 m.kr.) og samsett hlutfall um 93% (var 91%).
    • Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu nemi alla jafna um 5% á ársgrundvelli til lengri tíma án vaxtatekna af viðskiptakröfum miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu félagsins.
    • Miðað við ávöxtun fjárfestingareigna það sem af er ári má vænta að ávöxtun nemi um 17,5% á árinu 2021.

Hermann Björnsson, forstjóri:

,,Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 2.194 m.kr., góð afkoma af vátryggingastarfsemi en dregst þó saman á milli ára og fjárfestingastarfsemin skilar afar góðri afkomu líkt og á fyrri fjórðungum.  

Áframhaldandi vöxtur er í iðgjöldum bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Í því felst mikið traust í garð félagsins ásamt því að tryggð núverandi viðskiptavina er mikil. Hvoru tveggja hefur leitt af sér iðgjaldavöxt og vaxandi markaðshlutdeild en áherslan er eftir sem áður á arðsemi.  

Tjónahlutfall á þriðja ársfjórðungi hækkar frá sama tímabili í fyrra og er að vaxa í takt við aukna umferð og almennt aukin umsvif í þjóðfélaginu. Samanburðurinn er þó við sögulega lágt tjónahlutfall á síðasta ári. Tjónahlutfall á fyrstu níu mánuðum ársins lækkar lítillega en hafa ber í huga að á sama tímabili í fyrra féll til eitt stórt tjón ásamt því að iðgjöld voru felld niður um sem nemur 650 m.kr. í ljósi óvenju hagstæðrar tjónaþróunar í kjölfar samkomutakmarkana.  Nokkur stærri tjón hafa fallið til á þriðja ársfjórðungi þessa árs þó ekki hafi reynt á endurtryggingavernd vegna þeirra. Tjónaþróun fyrir bæði fjórðunginn og fyrstu níu mánuðina er í takt við áætlanir og útgefnar horfur. 

Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 7.372 m.kr. samanborið við 2.338 m.kr. á sama tímabili á síðasta ári. Afkoma af vátryggingastarfsemi eykst frá fyrra ári og afkoma af fjárfestingastarfsemi er töluvert umfram væntingar og skýrist af góðri afkomu af safni skráðra og óskráðra hlutabréfa en þróun á eignamörkuðum hefur haldið áfram að vera hagstæð. Afkoma af fjárfestingastarfseminni skýrir að miklu leyti aukna afkomu frá sama tímabili í fyrra en miklar sveiflur einkenna þann hluta starfseminnar.  

Samþykkt var á hluthafafundi þann 19. október sl. að lækka hlutafé félagsins um 66.489.362 hluti að nafnvirði með ráðstöfun lækkunarfjárins til hluthafa.  Nánar verður upplýst um framkvæmd hlutafjárlækkunarinnar þegar öllum lagaskilyrðum  hefur verið fullnægt. 

Horfur fyrir árið 2021 haldast óbreyttar þar sem gert er ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 2.200 m.kr. og samsett hlutfall um 92%. Horfur til næstu 12 mánaða breytast og nú er gert ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 2.100 m.kr. (var 2.500 m.kr.) og að samsett hlutfall nemi um 93% (var 91%).  Rekstur tryggingafélaga sveiflast mjög eftir árferði í efnahagsumhverfi. Þegar vel árar í efnahagslífinu og hjól atvinnulífsins snúast hratt aukast alla jafna tjón sem segja til sín í rekstri og því mikilvægt að fylgjast áfram með þeirri þróun. Sem dæmi var akstur um höfuðborgarsvæðið í september sl. einn sá mesti sem mælst hefur eftir verulegan samdrátt í fyrra. “

Kynningarfundur 28. október kl. 16:15 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og vefstreymi

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt beint á slóðinni . Vilji aðilar sem horfa á kynninguna í streymi bera upp spurningar sem tengjast uppgjörinu má senda þær á netfangið  fyrir fundinn eða á meðan á útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár  frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða .



Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2021.

 

Viðhengi



EN
28/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Hækkun hlutafjár og nýting kauprétta

Sjóvá - Hækkun hlutafjár og nýting kauprétta Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“ eða „félagið“) hefur móttekið tilkynningar kaupréttarhafa í hópi starfsfólks Sjóvár um nýtingu kauprétta í samræmi við kaupréttarsamninga. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 5.111.917 hlutum í félaginu á genginu 34,60. Stjórn Sjóvár hefur samþykkt útgáfu nýs hlutafjár sem nemur þessum hlutum og nýtir þar með heimild sína í 6. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé þess í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 5.111.917 hluti. Heildarhlut...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Viðskipti stjórnenda

Sjóvá: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025 666 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 90,6% á fyrstu níu mánuðum ársins Þriðji ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 936 m.kr. (3F 2024: 877 m.kr.)Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 552 m.kr. (3F 2024: 710 m.kr.)Hagnaður tímabilsins 1.145 m.kr. (3F 2024: 1.441 m.kr.)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,7% (3F 2024: 2,3%)Samsett hlutfall 89,6% (3F 2024: 89,9%)     Fyrstu níu mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 2.447 m.kr. (9M 2024: 970 m.kr.)Tap af fjá...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynn...

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 23. október nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 23. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch