A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins

Annar ársfjórðungur 2025

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)
  • Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)
  • Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)
  • Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)

   Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)
  • Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.564 m.kr. (6M 2024: 46 m.kr. hagnaður)
  • Tap tímabilsins 479 m.kr. (6M 2024: 13 m.kr. tap)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -1,1% (6M 2024: 1,5%)
  • Samsett hlutfall 91,1% (6M 2024: 99,4%)
  • Horfur fyrir árið 2025 og til næstu 12 mánaða eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2025 og til næstu 12 mánaða áætluð 1.700 – 2.400 m.kr. og samsett hlutfall 93-95%

Hermann Björnsson, forstjóri:

Afkoma Sjóvár á öðrum ársfjórðungi var jákvæð um 60 m.kr. og einkenndist af erfiðu árferði á verðbréfamörkuðum en afar góðri afkomu af vátryggingastarfseminni. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta nam 439 m.kr. og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 690 m.kr. Þá var samsett hlutfall 92,1% á fjórðungnum.

Afkoman af vátryggingasamningum endurspeglar sterkan grunnrekstur þar sem engin stórtjón féllu til og tjónaþróun var hagfelld, sérstaklega á fyrsta fjórðungi ársins. Niðurstaðan sýnir stöðugleika með 1.511 m.kr. hagnaði og 91,1% í samsettu hlutfalli fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Tap af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta var 87 m.kr. á öðrum ársfjórðungi sem er undir væntingum en ásættanlegt í ljósi markaðsaðstæðna þar sem innlendir eignamarkaðir hafa verið afleitir það sem af er ári. Allir eignaflokkar, að undanskildum skráðum – og óskráðum hlutabréfum, skiluðu jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var -4,8%, óskráðra hlutabréfa -0,5%, ríkisskuldabréfa 1,2%, annarra skuldabréfa 2,3% og safnsins alls -0,1%. Í lok annars ársfjórðungs var eignasafnið 59 milljarðar króna.

Meðgöngutrygging, sem kynnt var á kvenréttindadeginum 19. júní er ný vernd á íslenskum tryggingamarkaði, sem er ætlað að veita verðandi foreldrum samfellda vernd á mikilvægu tímabili í lífi þeirra sem ekki hefur áður verið í boði. Hún tryggir bæði verðandi móður og börn í móðurkviði á meðgöngu og í fæðingu og tryggir einnig barnið þar til það verður eins mánaðar gamalt. Þá er verðandi foreldrum boðið að kaupa barnatryggingu samhliða meðgöngutryggingunni sem tryggir áframhaldandi vernd barns. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem hægt er að tryggja móður og barn á þessum dýrmæta tíma en tryggingin byggir á norrænni fyrirmynd. Tryggingin var þróuð í nánu samstarfi við félögin Einstök börn og Gleym mér ei, auk ráðlegginga sérfræðilæknis.

Sjóvá hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2025 í flokki stórra fyrirtækja samkvæmt árlegri könnun VR. Sjóvá er þannig á meðal þriggja efstu fyrirtækja í sínum stærðarflokki í starfsánægju og jafnframt með sína hæstu einkunn  frá upphafi. Könnun VR er stærsta vinnumarkaðskönnun landsins og byggir á svörum tugþúsunda starfsmanna og veitir skýra mynd af því hvað starfsfólk metur m.a. þegar kemur að starfsanda, stjórnendum, jafnrétti og tækifærum til starfsþróunar. Þetta er sameiginlegur árangur allra starfsmanna sem leggja sitt af mörkum til þess að skapa vinnustaðarmenningu þar sem fólki líður vel og fær að dafna. Við erum afar ánægð með þessar niðurstöður og þakklát fyrir að starfsfólk okkar sé jafn ánægt og stolt af því að starfa hjá Sjóvá eins og raun ber vitni. Reynsla okkar sýnir að starfsánægja skilar sér í betri þjónustu og upplifun fyrir viðskiptavini. 

Sjóvá fékk nýlega einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum í UFS sjálfbærnimati Reitunar. Félagið fær sama stigafjölda og í fyrra en kröfur í matinu eru að aukast ár frá ári. Meðaltal félaga sem Reitun hefur metið er 73 stig af 100 mögulegum. Þá var Sjóvá efst tryggingafélaga í Sjálfbærniásnum 2025 sem er samræmdur mælikvarði á viðhorfi almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum.  

Horfur okkar eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta árið 2025 og til næstu 12 mánaða áætluð á bilinu 1.700 – 2.400 m.kr. og samsett hlutfall 93 - 95%. Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.

Við gerð áætlunar er stuðst við ýmis opinber gögn, t.d. spár um þróun vísitalna, hagvöxt og áætlaðan ferðamannafjölda. Þá er litið til tjónaþróunar undanfarinna ára auk þess sem áætlað er fyrir tveimur til þremur stórtjónum á árinu.

Kynningarfundur 17. júlí kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 17. júlí kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni . Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

3. ársfjórðungur 2025…………………………….   23. október 2025

Ársuppgjör 2025…………………………………….   12. febrúar 2026

Aðalfundur 2026…………………………………….   12. mars 2026

Nánari upplýsingar

Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna annars ársfjórðungs 2025.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða

Viðhengi



EN
17/07/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynning...

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 17. júlí nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 17. júlí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025 Fjárhagsdagatali Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur verið breytt og uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fært til 23. október. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir nú að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum: 2. fjórðungur 2025                          17. júlí 20253. fjórðungur 2025                          23. október 2025Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026 Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu: Aðalfundur 2026                    ...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt Sjóvá – Almennar tryggingar hf. hefur gert samning við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. júlí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Arion banka hf. og tekur uppsögnin gildi í lok dags 30. júní 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist á hlutabréfum félagsins og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hæt...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025:  Fyrsti ársfjórðungur 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 821 m.kr. (1F 2024: 242 m.kr.)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.126 m.kr. (1F 2024: 363 m.kr. hagnaður)Tap tímabilsins 540 m.kr. (1F 2024: 421 m.kr. hagnaður)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -1,0% (1F 2024: 1,2%)Samsett hlutfall 90,2% (1F 2024: 97,0%) Horfur fyrir árið 2025 eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2025 og t...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch