A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Upplýsingar í aðdraganda árshlutauppgjörs

Upplýsingar í aðdraganda árshlutauppgjörs

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2020 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma eftir skatta vera um 1.500 m.kr. og samsett hlutfall á fjórðungnum um 97%. Afkoma á fyrstu sex mánuðum ársins mun samkvæmt þessu vera um 1.100 m.kr. og samsett hlutfall um 98%. Sveiflur á eignamörkuðum skýra að nær öllu leyti viðsnúning á afkomu félagsins á milli fjórðunga. Áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu og kann að taka breytingum fram að birtingardegi þann 19. ágúst nk.

Í kjölfar umtalsverðs samdráttar í umferð eftir að samkomubann tók gildi og hagstæðrar tjónaþróunar í kjölfarið var ákveðið að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga einstaklinga með því að fella niður iðgjöld af þeim í maímánuði. Lækkun iðgjalda vegna þessarar ráðstöfunar nemur um 650 m.kr. og kemur að fullu fram á öðrum ársfjórðungi. Aðgerðin vakti ánægju viðskiptavina og var afar vel tekið í samfélaginu. 

Áður birtar horfur voru felldar úr gildi 12. mars sl. í ljósi óvissu í tengslum við útbreiðslu COVID-19. Enn ríkir umtalsverð óvissa um áhrif faraldursins á íslenskt hagkerfi en stefnt er að því að birta horfur fyrir rekstrarárið 2020 og til næstu 12 mánaða við birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs og fyrstu sex mánaða ársins 2020 þann 19. ágúst nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða

EN
09/07/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Hækkun hlutafjár og nýting kauprétta

Sjóvá - Hækkun hlutafjár og nýting kauprétta Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“ eða „félagið“) hefur móttekið tilkynningar kaupréttarhafa í hópi starfsfólks Sjóvár um nýtingu kauprétta í samræmi við kaupréttarsamninga. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 5.111.917 hlutum í félaginu á genginu 34,60. Stjórn Sjóvár hefur samþykkt útgáfu nýs hlutafjár sem nemur þessum hlutum og nýtir þar með heimild sína í 6. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé þess í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 5.111.917 hluti. Heildarhlut...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Viðskipti stjórnenda

Sjóvá: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025 666 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 90,6% á fyrstu níu mánuðum ársins Þriðji ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 936 m.kr. (3F 2024: 877 m.kr.)Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 552 m.kr. (3F 2024: 710 m.kr.)Hagnaður tímabilsins 1.145 m.kr. (3F 2024: 1.441 m.kr.)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,7% (3F 2024: 2,3%)Samsett hlutfall 89,6% (3F 2024: 89,9%)     Fyrstu níu mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 2.447 m.kr. (9M 2024: 970 m.kr.)Tap af fjá...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynn...

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 23. október nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 23. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch