SYN SYN

Sýn hf.: Breytingar á skipuriti, framkvæmdastjórn og stjórn.

Sýn hf.: Breytingar á skipuriti, framkvæmdastjórn og stjórn.

Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sýnar og hefur því sagt sig úr stjórn félagsins.  Þorvarður Sveinsson, rekstrarstjóri, hefur látið  af störfum hjá fyrirtækinu.

Skipuriti fyrirtækisins verður samhliða breytt og munu verkefni m.a. tengd ferlaumbótum og hugbúnaðargerð færast undir rekstrarsvið.

 „Um leið og ég þakka Þorvarði fyrir hans framlag til fyrirtækisins þá býð ég Yngva hjartanlega velkominn í framkvæmdastjórn.  Hann hefur setið í stjórn Sýnar og Vodafone síðan árið 2014.  Með þessum breytingum er skerpt á rekstri en ekki síður á stafrænni framþróun innan fyrirtækisins sem mun nýtast viðskiptavinum í framtíðinni.“ Segir Heiðar Guðjónsson forstjóri

Yngvi hefur reynslu af stjórnun og rekstri á Íslandi og á alþjóðavettvangi.  Hann starfaði frá byrjun árs 2018 sem meðeigandi hjá Alfa Framtak sem rekur framtakssjóðinn Umbreytingu. Frá árinu 2009 starfaði hann hjá Össur hf.  síðast sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, verkefnastofu og ferlaumbótasviðs.  Þar áður starfaði hann sem ráðgjafi og verkefnastjóri í innleiðingum viðskiptahugbúnaðar og sem sjóðssjóri erlendra hlutabréfa hjá Landsbankanum.

Yngvi mun hefja störf í byrjun janúar og tekur þá jafnframt sæti í framkvæmastjórn félagsins. 

Óli Rúnar Jónsson sem verið hefur varamaður í stjórn Sýnar kemur inn sem aðalmaður við brotthvarf Yngva Halldórssonar úr stjórn.  Óli Rúnar er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og hefur setið í markaðsnefnd stjórnar.

EN
05/12/2019

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 10.07.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 4F og ársuppgjör 2025 og vegna Aðalfundar.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024                                        20. febrúar 2025Aðalfundur                                                                        14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                                                 7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                                       ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastof...

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Mikilvægum  áfanga náð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch