SYN SYN

Sýn hf.: Jákvæð afkoma og nýjar tekjustoðir

Sýn hf.: Jákvæð afkoma og nýjar tekjustoðir

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur á stjórnarfundi þann 3. nóvember 2021.  

Helstu niðurstöður:

  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2021 námu 5.533 m.kr. en tekjur hækka um 471 m.kr. frá sama tímabili árið 2020. Tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins (9M) voru 15.822 m.kr. sem er 2,2% aukning frá sama tímabili árið 2020.
  • EBITDA nam 1.886 m.kr. á 3F 2021 samanborið við 1.593 m.kr. á 3F 2020. EBITDA hlutfallið var 34,1% á 3F 2021 samanborið við 31,5% á 3F 2020. EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins var 4.762 m.kr. sem er 10,4% hækkun frá 9M 2020.
  • Hagnaður á þriðja ársfjórðungi 2021 nam 172 m.kr. samanborið við 8 m.kr. hagnað á 3F 2020. Tap á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 nam 176 m.kr. samanborið við 402 m.kr. tap á 9M 2020. Inni í tapi á 9M 2021 er sölutap að fjárhæð 179 m.kr. vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.756 m.kr. samanborið við 1.055 m.kr. á 3F 2020, sem er hækkun um 66,4%. Handbært fé frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 nam 3.730 m.kr. samanborið við 3.855 m.kr. á 9M 2020, sem er lækkun um 3,2%.  
  • Heildarfjárfestingar á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 námu 1.687 m.kr. þar af voru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) 911 m.kr. og fjárfesting í sýningarréttum 1.826 m.kr. Greiðsla vegna sölu á eignarhluta nam 1.065 m.kr. og greiðsla vegna kaupa á eignarhluta nam 15 m.kr.
  • Fjármögnunarhreyfingar á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 voru neikvæðar um 2.439 m.kr. á móti 1.932 m.kr. á 9M 2020. Söluandvirði af Hey var notað til að greiða niður langtímatímalán og lækka lánalínur.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var 29,17% í lok þriðja ársfjórðungs 2021.
  • Þann 31. mars síðastliðinn var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Enn er beðið eftir niðurstöðu eftirlitsaðila vegna sölunnar. Söluverði mun verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar.  

Heiðar Guðjónsson, forstjóri:

„Við sýnum áfram mikinn bata í rekstri og sá viðsnúningur sem hófst fyrir ári síðan heldur áfram. Þrátt fyrir ýmsar ytri áskoranir, sem flestar eru enn til staðar, þá er rekstur okkar orðinn arðbær og væntingar eru um enn frekari árangur. Það er ánægjulegt að báðar tekjustoðirnar, fjarskipti og fjölmiðlar sýna aukningu tekna á síðasta fjórðungi.

Ég hef áður talað um möguleika fyrirtækisins á að fjölga tekjustoðum. Við erum með um helming allra heimila og fyrirtækja í föstu mánaðarlegu reikningssambandi og viljum útvíkka þjónustuframboð til okkar viðskiptavina. Þetta er í takt við stefnumótun fyrirtækisins sem við kynntum fyrir tveimur árum.

Stærsta fjárfesting okkar síðustu tvö ár hefur verið í upplýsingakerfunum. Nú eru innri kerfin okkar að verða í stakk búin að halda utan um nýjar þjónustur með skilvirkum hætti. Við erum því ánægð að kynna nýja starfsemi en það er færsluhirðing fyrir fyrirtæki. Við sjáum strax að okkar viðskiptavinir taka innkomu nýs aðila inn á markaðinn fagnandi.

Við bíðum enn niðurstöðu eftirlitsaðila vegna sölu á óvirkum farsímainnviðum.“



Viðhengi



EN
03/11/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf.

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf. Sýn hf. („Sýn“) hefur gert samning við Landsbankann hf. („Landsbankinn“) um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Sýn. Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félags á Nasdaq Iceland með það að markmiði að auka seljanleika hlutabréfa, stuðla að virkari verðmyndun og gagnsæi á markaði. Samningur Sýnar við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 8 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði daglega. Hámarksmagn á hverjum degi skal nema 16 milljónum króna að nettó markaðsvi...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – br...

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina. Í áætlunargerð vegna ársins 2025 var lagt til grundvallar að fjölgun viðskiptavina í stökum sjónvarpsáskriftum væri meiri en þeirra sem velja heildræn viðskipti. Aukning heildrænna viðskipta seinkar tekjum á milli ársfjórðunga. Ef forsendur um samsetnin...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch