SYN SYN

Sýn hf.: Lok á endurkaupaáætlun

Sýn hf.: Lok á endurkaupaáætlun

Stjórn Sýnar hf. hefur tekið ákvörðun um breytingu á yfirstandandi endurkaupaáætlun, sem tilkynnt var um til Kauphallar þann 4. nóvember sl., í þá veru að kaupum á eigin hlutum samkvæmt áætluninni verði hætt. Gildistíma áætlunarinnar er því breytt þannig að henni telst lokið eftir viðskipti dagsins í dag. Þess í stað verður efnt til öfugs útboðs, sbr. kauphallartilkynningu sem birt verður strax í kjölfar þessarar tilkynningar.

Í þessari 7. viku 2023 keypti Sýn hf. 310.000 eigin hluti að kaupverði 18.362.500 eins og nánar er greint frá hér á eftir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð (kr)
13/02/2023 13:34:29              50.000     57,75             2.887.500    
14/02/2023 14:00:05              50.000     57,75             2.887.500    
15/02/2023 15:24:42                2.000     59,50                 119.000    
15/02/2023 15:24:48              48.000     59,50             2.856.000    
15/02/2023 15:29:52              20.000     59,50             1.190.000    
16/02/2023 10:13:02              20.000     60,50             1.210.000    
16/02/2023 15:25:10              50.000     60,50             3.025.000    
17/02/2023 13:29:51              20.000     60,00             1.200.000    
17/02/2023 14:15:39              50.000     59,75             2.987.500    
Samtals                  310.000                 18.362.500

Sýn hf. átti 3.505.886 eigin hluti fyrir viðskiptin og á að þeim loknum 3.815.886 eigin hluti eða sem nemur 1,42% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra kr. 225.205.524.  

Endurkaupin áttu að hámarki nema 4.958.678 hlutum, eða um 1,85% af útgefnum hlutum félagsins, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna fari ekki yfir 300 milljónir króna. Endurkaupaáætlunin skyldi gilda til 18. september 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma. Sem fyrr segir er endurkaupum skv. gildandi áætlun nú lokið og gildistími hennar liðinn.

Samkvæmt framangreindu átti Sýn í lok þessarar viku, sem er jafnframt við lok endurkaupa, samtals 3.815.886 eigin hluti eða sem nemur 1,42% af útgefnum hlutum í félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar var í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 296/2014 um markaðssvik og framselda reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2016/1052 um tæknilega eftirlitsstaða fyrir skilyrðunum sem gilda um endurkaupaáætlanir og verðjöfnunarráðstafanir sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl Sýnar í gegnum net­fangið 



EN
17/02/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025 Sjá viðhengi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf.

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf. Sjá viðhengi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Sýn hf.: Flöggun - Lífeyrissjóður verzlunarmanna Sjá meðfylgjandi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch