SYN SYN

Sýn hf.: Nýr fjármálastjóri

Sýn hf.: Nýr fjármálastjóri

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf.  Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. 

Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum.  Hann kemur til Sýnar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu.  Hagdeildin hefur verið í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs.  Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku.

Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar:  „Ég er sannfærð um að yfirgripsmikil reynsla og þekking Eðvalds muni reynast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur gegnt lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku. Ég er virkilega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okkur hjá Sýn“

Eðvald Gíslason:  „Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er á. Sýn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar á krefjandi markaði. Mikilvægt er að byggja upp öfluga innviði til að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku hjá félaginu. Fjármálasvið er þar í lykilhlutverki og er ég þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið.



EN
19/03/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - Gavia Invest ehf., InfoCapital ehf., Íslex ehf. og ...

Sýn hf.: Flöggun - Gavia Invest ehf., InfoCapital ehf., Íslex ehf. og H33 Invest ehf. Sjá meðfylgjandi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrri helmingi ársins 2025 - Fjárfestakynn...

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrri helmingi ársins 2025 - Fjárfestakynning Meðfylgjandi er fjárfestakynning vegna 2F 2025 Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch