SYN SYN

Sýn hf.: Nýr framkvæmdastjóri ráðinn hjá Sýn hf.

Sýn hf.: Nýr framkvæmdastjóri ráðinn hjá Sýn hf.

Gengið hefur verið frá ráðningu Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur í starf framkvæmdastjóra Miðla og efnisveitna.

Eins og fram kom í kauphallartilkynningu Sýnar frá 31. október 2024 hefur öll fjölmiðlastarfsemi Sýnar verið sameinuð og kallast hið nýja svið, Miðlar og efnisveitur. Sviðið er mikilvægur hlekkur í rekstri Sýnar en þar fer fram öll framleiðsla á dagskrárefni hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi. Rekstur fréttastofu heyrir einnig undir sviðið en unnið er eftir skýrri ritstjórnarstefnu og heyrir ritstjóri frétta beint undir forstjóra.

Kristjana hefur áratuga reynslu af fjölmiðlageiranum á Norðurlöndunum, þar sem hún hefur sinnt fjölbreyttum ábyrgðarstörfum. Hún hefur gegnt lykilhlutverkum hjá fyrirtækjum á borð við Warner Bros., Discovery og Viaplay Group. Þar hefur hún m.a. sérhæft sig í stefnumótun, efniskaupum og markaðssetningu, auk stjórnun stafrænna umbreytingarverkefna. Hún hefur öðlast dýrmæta innsýn í starfsemi fjölmiðlafyrirtækja, leitt fjölþjóðleg verkefni og unnið náið með haghöfum á sviði fjölmiðlunar. Nú síðast hefur Kristjana veitt sjónvarpsþróun Sýnar forstöðu.

  

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri:

„Við erum afar ánægð að fá Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur til liðs við framkvæmdastjórn félagsins. Framkvæmdastjórnin er nú full mönnuð að teknu tilliti til breytinga á skipuriti Sýnar, sem tóku gildi 1. nóvember 2024. Kristjana hefur yfirgripsmikla alþjóðlega reynslu af fjölmiðlarekstri og stafrænni tækniþróun og mun styrkja yfirstjórn félagsins verulega. Við hlökkum til að vinna með Kristjönu að því að efla og þróa starfsemi fjölmiðlareksturs Sýnar og félagsins í heild enn frekar.“

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna:

 „Það er gríðarlega spennandi að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem Sýn er á. Styrkur fjölmiðla Sýnar er til vitnis um þá hæfileika, sköpunargáfu og ástríðu sem miðlarnir búa við. Þetta er mjög sterkur grunnur að byggja á þegar við tökumst saman á við að móta framtíð fjölmiðla í síbreytilegu landslagi.“



EN
02/12/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 17.01.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 2F 2025.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024             20. febrúar 2025Aðalfundur                                             14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                      7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                   25. ágúst 2025Afkoma 3F 2025                                      5. nóvember 2025Afkoma 4F og ársuppgjör 2025             18. febrúar ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025 Sjá viðhengi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf.

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf. Sjá viðhengi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch