SYN SYN

Sýn hf.: Nýr samningur um viðskiptavakt við Landsbankann

Sýn hf.: Nýr samningur um viðskiptavakt við Landsbankann

Sýn hf. og Landsbankinn hf. hafa gert með sér nýjan samning um viðskiptavakt á hlutabréfum Sýnar sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland.

Tilgangur viðskiptavaktarinnar er að efla viðskipti með hlutabréf Sýnar í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Landsbankinn hf. skuldbindur sig sem viðskiptavaki til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf Sýnar að lágmarki 8.000.000 kr. að markaðsvirði. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi er nettó 16.000.000 kr. að markaðsvirði sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum viðskiptavakans sem gengið er að. Sé hámarksmagni dagsins náð, fellur niður skylda viðskiptavakans til að setja fram tilboð á þeirri hlið sem fyllt hefur verið, þar til gengið hefur verið á tilboð viðskiptavakans á mótlægri hlið og nettó viðskiptamagn er aftur komið undir daglegt hámark. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum mun vera magnveginn auk þess að ákvarðast af 10 daga flökti á verði hlutabréfa Sýnar eins og það birtist í upplýsingakerfi Bloomberg á hverjum tíma. Sé birt 10 daga flökt minna eða jafnt og 20% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 1%, sé birt 10 daga flökt hærra en 20% en lægra en 35% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 2%, að lokum ef birt 10 daga flökt er jafnt og eða hærra en 35% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 3%.

Samningurinn tekur gildi frá og með 1. febrúar 2020 og gildir til og með 31. janúar 2021. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Fjárfestatengill: .

EN
03/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 10.07.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 4F og ársuppgjör 2025 og vegna Aðalfundar.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024                                        20. febrúar 2025Aðalfundur                                                                        14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                                                 7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                                       ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastof...

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Mikilvægum  áfanga náð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch