SYN SYN

Sýn hf.: Rekstrarbati og mikilvægar breytingar til framtíðar

Sýn hf.: Rekstrarbati og mikilvægar breytingar til framtíðar

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var samþykktur á stjórnarfundi þann 4. nóvember 2020.

Helstu niðurstöður:

  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2020 námu 5.026 milljónum króna sem er aukning um 148 milljónir frá sama tímabili árið 2019. Tekjur Endor ehf. á 3F 2020 námu 443 milljónum króna. Tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins hækkuðu um 497 milljónir króna milli ára, eða um 3%.
  • EBITDA nam 1.593 milljónum króna á 3F í samanburði við 1.623 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 31,7% á 3F 2020 samanborið við 33,3% á 3F 2019. EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 4.312 milljónir króna og hækkaði um 212 milljónir króna miðað við sama tímabil 2019. EBITDA hlutfallið er 28% á fyrstu níu mánuðunum 2020 samanborið við 27,6% á sama tímabili 2019.
  • Hagnaður á 3F 2020 nam 8 milljónum króna samanborið við 71 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tap á fyrstu níu mánuðum ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 384 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrstu níu mánuði ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.055 milljónum króna samanborið við 1.235 milljónir króna á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 15%. Handbært fé frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam 3.855 milljónum króna samanborið við 3.424 milljónir króna á sama tímabili árið áður, sem er aukning um 13%.
  • Heildarfjárfestingar félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins námu 2.345 milljónum króna þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) 764 milljónir króna og fjárfesting í sýningarréttum 1.581 milljónir króna.
  • Fjármögnunarhreyfingar á fyrstu níu mánuðum ársins voru neikvæðar um 1.932 milljónir króna á móti 600 milljónum króna á sama tímabili árið 2019 sem er aukning um 1.332 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,7% í lok þriðja fjórðungs 2020.
  • Það er óbreytt markmið stjórnenda að ná aukinni EBITDA framlegð og betra sjóðstreymi úr rekstri félagsins á árinu 2020. Skipulega er unnið að slíkri breytingu en ekki er að fullu fyrirséð að hve miklu leyti COVID-19 faraldurinn muni hafa áhrif á þetta markmið. Fjárfestingar ársins í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) verða í kringum 1 milljarður.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri:

„Mikilvægar breytingar til framtíðar.

Reksturinn heldur áfram að batna. Það eru áfram áskoranir á auglýsingamarkaði og reikitekjur féllu nær alfarið út í uppgjörinu. Á móti kemur að aðrir liðir eru á uppleið. Ánægja viðskiptavina er að batna hratt, sem skiptir mestu máli til lengri tíma litið, og við sjáum fram á fjölgun viðskiptavina.

Í hverju árshlutauppgjöri þessa árs höfum við fjallað um þá stefnu okkar að minnka fastan kostnað fyrirtækisins. Að útvista meiru, breyta föstum kostnaði í breytilegan, og einfalda reksturinn. Nú hillir undir mikilvægar breytingar þar að lútandi. Með undirritun samnings um einkaviðræður um sölu á óvirkum hluta farsímakerfisins erum við bjartsýn á að ná að losa um mikil verðmæti sem ekki nýtast sem skyldi í rekstri. Við sjáum fram á um 6 milljarða söluhagnað án þess að framlegð (EBITDA) breytist að nokkru ráði. Í þessum viðskiptum seljum við óvirka innviði farsímakerfisins á um 200 af þeim ríflega 600 fjarskiptastöðum sem við eigum farsímabúnað á. 

Innviðir fyrirtækisins verða áfram sterkir. Til viðbótar við öflugt farsímakerfi sem þjónustar yfir 99,8% landsmanna með háhraða tengingu eigum við landsdekkandi fastlínukerfi, landsdekkandi sjónvarps- og útvarpsdreifikerfi og annað af tveimur IPTV kerfum landsins.  Félagið er þannig með virkan búnað á yfir 800 stöðum um land allt. 

Það er mikilvægt að laga efnahagsreikning fyrirtækisins til að búa það í haginn fyrir framtíðina. Langtímaskuldir, utan leiguskuldbindinga, lækka á milli uppgjöra og nema 10,4 milljörðum. Við sölu á innviðum er ljóst að fyrirtækið getur orðið mjög skuldlétt.

Það ríkir óvissa um 5G-væðingu vegna afskipta stjórnvalda af framleiðendum fjarskiptabúnaðar og uppbygging er í raun þegar farin að tefjast vegna þeirrar óvissu, sem aftur bitnar á hagvexti framtíðar. Búnaður allra framleiðenda á vitaskuld að lúta sömu ströngu öryggiskröfunum, annað væri falskt öryggi og hrein mismunum á samkeppnisstöðu fyrirtækja á markaði.“

  • Tekið er á móti fyrirspurnum í gegnum netfangið .

Viðhengi

EN
04/11/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 17.01.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 2F 2025.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024             20. febrúar 2025Aðalfundur                                             14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                      7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                   25. ágúst 2025Afkoma 3F 2025                                      5. nóvember 2025Afkoma 4F og ársuppgjör 2025             18. febrúar ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025 Sjá viðhengi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf.

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf. Sjá viðhengi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch