SYN SYN

Sýn hf.: Virðisrýrnun viðskiptavildar

Sýn hf.: Virðisrýrnun viðskiptavildar

Í tengslum við gerð ársreiknings fyrir árið 2019 hjá Sýn hf., sem nú er unnið að, komu fram vísbendingar um að færa þyrfti niður viðskiptavild vegna kaupa á eignum og rekstri 365 miðla. Í samræmi við kröfur reikningsskilastaðla hefur verið framkvæmt virðisrýrnunarpróf sem gefur þá niðurstöðu að færa þurfi niður viðskiptavild félagsins um 2.500 milljónir króna.

„Við erum að hreinsa úr efnahagsreikningi áhrif sem byggðu ekki á raunhæfum áætlunum.  Þetta hefur engin áhrif á reksturinn, hvorki í dag né í framtíðinni, heldur er einungis til merkis um að við viljum gera efnahagsreikninginn heilbrigðari.  Þeir sem greina fyrirtækið eru löngu búnir að átta sig á þessu en nú er verið að uppfæra efnahagsreikninginn í takt við raunhæf rekstrarplön.“ Segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.

Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs var endurheimtanlegt virði metið út frá nýtingarvirði. Nýtingarvirðið byggir á nokkrum meginforsendum sem innihalda mat stjórnenda á framtíðarhorfum sjóðskapandi eininga þar sem stuðst er við sögulega þróun og mat á framtíðarhorfum. Lykilforsendur á bak við mat á virðisrýrnunni eru hægari framgangur samlegðar í sameinuðum rekstri félaganna og breytingar á samkeppnismarkaði félagsins.

Stjórnendur félagsins hafa farið í ýmsar aðgerðir síðustu mánuði til takast á við þær tímabundnu áskoranir sem hafa verið í rekstri félagsins m.a. með endurgerð á stefnu félagsins, innra skipulagi, innri ferlum og hagræðingaraðgerðum. Þessum verkefnum verður haldið áfram á árinu 2020 til að leggja grunn að viðsnúningi í rekstrinum og auknum samlegðaráhrifum.  

Niðurfærslan er eingöngu reikningshaldsleg og hefur ekki áhrif á sjóðstöðu félagsins, sjóðstreymi þess eða lánaskilmála. Þá hefur niðurfærslan engin áhrif á framtíðarhorfur eða stefnu félagsins. Niðurfærslan mun hafa þau áhrif að viðskiptavild félagsins er færð úr 10.646 milljónum króna í 8.146 milljónir króna og lækkar viðskiptavild sem því nemur. Miðað við bráðabirgðauppgjör félagsins fyrir árið 2019 þá mun EBITDA félagsins vera nálægt 5.505 milljónir króna og tekjur félagsins 19.810 milljónir króna. Afkoma félagsins og eigið fé lækka sem nemur afskriftinni.

Rétt er að benda á að um bráðabirgðatölur er að ræða hér að ofan þar sem unnið er að endurskoðun á ársreikningi félagsins. Þrátt fyrir það er það mat stjórnenda að ekki munu verða verulegar breytingar á bráðabirgðafjárhæðum.

Nánari upplýsingar veitir Fjárfestatengill:  

   



EN
05/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 10.07.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 4F og ársuppgjör 2025 og vegna Aðalfundar.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024                                        20. febrúar 2025Aðalfundur                                                                        14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                                                 7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                                       ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastof...

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Mikilvægum  áfanga náð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch