SKAGI: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn
Í framhaldi af tilfærslu tryggingarekstrar í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. sem tók gildi um áramótin hefur verið tekin ákvörðun um að Skagi starfræki mannauðssvið sem mun þjóna öllum félögum innan samstæðunnar. Við þetta tilefni mun Anna Rós Ívarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og menningar hjá VÍS um árabil flytjast til og taka við starfi framkvæmdastjóra mannauðs hjá Skaga. Hún mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Skaga.
Með því að starfrækja mannauðssvið í móðurfélagi næst fram hagræði og samræming í rekstri samstæðunnar ásamt því að styðja við þróun fyrirtækjamenningar. Einingin mun m.a. hafa það verkefni að samræma mannauðsferla innan samstæðunnar með það fyrir augum að félög í samstæðu Skaga njóti þess góða árangurs sem náðst hefur í mannauðsmálum hjá VÍS á liðnum árum. Samhliða þessum breytingum verða regluvörslueiningar dótturfélagana sameinaðar í móðurfélagi þar sem regluvarsla fyrir samstæðufélög verður starfrækt.
Haraldur I. Þórðarson:
„Nú um áramótin náðum við stórum áfanga þegar tilfærsla tryggingarekstrar í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. raungerðist. Samhliða því höfum við einnig ráðist í skipulagsbreytingar sem miða að því að bæta þjónustu og auka rekstrarhagræði innan samstæðunnar. Það er mjög ánægjulegt að fá Önnu Rós til liðs við okkur í framkvæmdastjórn Skaga. Anna Rós hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum, sem hafa verið mikilvægur þáttur í starfsemi VÍS á liðnum árum. Það er sérstaklega ánægjulegt að öll félög innan samstæðunnar njóti nú góðs af því framúrskarandi starfi sem mannauðsteymið hefur unnið hjá VÍS á liðnum árum “
Meðfylgjandi er mynd að skipuriti Skaga eftir breytingarnar.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Þórðarson í tölvupósti á
Viðhengi