SKAGI: Endanleg dagskrá og tillögur til aðalfundar árið 2025
Stjórn Skaga hf. hefur boðað til aðalfundar sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 27. mars næstkomandi kl. 16:00, en auk þess verður boðið upp á rafræna þátttöku. Endanleg dagskrá fundarins er í viðhengi.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja aðalfundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á skráningarsíðu fundarins:
Frestur til að skrá sig er til kl. 16:00 þann 25. mars, eða tveimur dögum fyrir aðalfund. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.
Í samræmi við tillögu frá hluthafa hefur setningu verið bætt við 1. mgr. 5. kafla starfskjarastefnu til að afmarka með skýrari hætti heimilt umfang kaupauka. Breytinguna má sjá í meðfylgjandi uppfærðri starfskjarastefnu.
Öll gögn vegna aðalfundar, s.s. tillögur stjórnar til aðalfundar, starfskjaraskýrsla ársins 2024, skýrsla tilnefningarnefndar og enskar þýðingar fundargagna hafa verið gerð aðgengileg á .
Nánari upplýsingar veitir Leifur Hreggviðsson með tölvupósti á
Viðhengi
