A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

SKAGI: Fyrirhuguð samþætting Íslenskra verðbréfa og ÍV sjóða í samstæðu Skaga

SKAGI: Fyrirhuguð samþætting Íslenskra verðbréfa og ÍV sjóða í samstæðu Skaga

Stjórnir Skaga – Vátryggingafélags Íslands hf. („Skagi“), Fossa fjárfestingarbanka hf. („Fossar“), SIV eignastýringar hf. („SIV“), Íslenskra verðbréfa hf. („ÍV) og ÍV sjóða hf. (ÍVS) hafa fjallað um og samþykkt tilhögun á fyrirhugaðri samþættingu ÍV og ÍVS inn í samstæðu Skaga. Annars vegar er fyrirhugað að samþætta starfsemi ÍV við starfsemi Fossa með þeim hætti að ÍV verður skipt upp og hluti þess sameinaður Fossum. Hins vegar er fyrirhugað að sameina ÍVS og SIV þar sem ÍVS er yfirtökufélag, en sameinað félag mun starfa undir heitinu Íslensk verðbréf. Í báðum tilvikum munu skiptin og samrunar miðast við 1.1.2025 en fyrirvari er um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og staðfestingu fyrirtækjaskrár Skattsins.

Samhliða hefur verið gengið frá samkomulagi um kauprétt Skaga – Vátryggingafélags Íslands hf. („Skagi“ eða “félagið”) á alls 14,40% hlut í sameinuðu félagi SIV og ÍVS af minnihlutaeigendum sameinaðs félags. Kaupréttarsamkomulagið gerir ráð fyrir mögulegri nýtingu kaupréttar í upphafi ársins 2026. Verði kauprétturinn nýttur að hálfu Skaga, er gert ráð fyrir að seljendur hlutanna („seljendur“) fái kaupverðið greitt með hlutabréfum í Skaga. Jafnframt er skilyrði um sölubann seljenda á hlutabréfum sem þeir fá afhend í Skaga og að sölubann gildi til tveggja ára. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár í Skaga til að mæta kaupverðinu.

Með sameiningu SIV eignastýringar og ÍV sjóða undir heitinu Íslensk verðbréf verður til öflugt eigna- og sjóðastýringarfélag með hátt í 200 milljarða króna í stýringu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa og Jón Helgi Pétursson rekstrarstjóri. Sameinað félag mun byggja á öflugu teymi sjóðstjóra frá SIV og ÍV sjóðum með áratuga reynslu í fjárfestingum, en starfsemi félagsins skiptist í eigna- og sjóðastýringu. Fjárfestingasafn VÍS trygginga verður sem fyrr í stýringu hjá eignastýringarsviði félagsins sem Arnór mun veita forstöðu en auk þess eru sérgreind söfn fyrir fagfjárfesta og stofnanafjárfesta í stýringu félagsins. Þorkell Magnússon mun veita sjóðastýringu forstöðu en félagið mun bjóða upp á fjölbreytta valkosti opinna og lokaðra sjóða fyrir almenna fjárfesta jafnt og fagfjárfesta. Íslensk verðbréf stefnir á frekari vöxt á innlendum eignastýringarmarkaði með hagsmuni viðskiptavina og langtímaárangur þeirra að leiðarljósi.

Frekari upplýsingar veitir:

Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Skaga, með tölvupósti á netfangið



EN
16/12/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

SKAGI: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn

SKAGI: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Í framhaldi af tilfærslu tryggingarekstrar í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. sem tók gildi um áramótin hefur verið tekin ákvörðun um að Skagi starfræki mannauðssvið sem mun þjóna öllum félögum innan samstæðunnar. Við þetta tilefni mun Anna Rós Ívarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og menningar hjá VÍS um árabil flytjast til og taka við starfi framkvæmdastjóra mannauðs hjá Skaga. Hún mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Skaga.   Með því að starfrækja mannauðssvið  í móðurfélagi næst fram hagræði og samræming...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Samþykki Seðlabanka Íslands fyrir yfirfærslu vátryggingastofns ...

SKAGI: Samþykki Seðlabanka Íslands fyrir yfirfærslu vátryggingastofns Vátryggingafélags Íslands hf. til VÍS trygginga hf. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hefur veitt leyfi fyrir yfirfærslu vátryggingastofns Vátryggingafélags Íslands hf. til VÍS trygginga hf. á grundvelli 4. mgr. 34. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Þann 23.12. sl. var tilkynnt um veitingu starfsleyfis VÍS trygginga. Yfirfærslan mun taka gildi þann 1. janúar 2025. Réttindi og skyldur vátryggingartaka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum halda sjálfkrafa gildi sínu við y...

 PRESS RELEASE

SKAGI: VÍS tryggingar fá starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands

SKAGI: VÍS tryggingar fá starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hefur nú veitt VÍS tryggingum hf., dótturfélagi Vátryggingafélags Íslands hf. (Skaga), starfsleyfi í öllum greinarflokkum skaðatrygginga skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi (vstl.), að frátöldum greiðsluvátryggingum skv. 14. tl. sömu greinar, í samræmi við umsókn félagsins frá 22. desember 2023. Auk þess hefur félagið heimild til að stunda endurtryggingastarfsemi í sömu greinaflokkum skv. 22. gr. vstl. Samhliða útgáfu starfsleyfis VÍS trygginga kom...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Ráðstöfun eigin hluta

SKAGI: Ráðstöfun eigin hluta Í tengslum við nýtingu starfsfólks á kaupréttum í samræmi við kaupréttaráætlun félagsins sem tilkynnt var um 13. október 2023 hefur félagið ráðstafað eigin hlutum að nafnvirði kr. 18.220.862, sem nemur 0,96% af hlutafé félagsins. Kaupréttir voru gefnir út á genginu 15,25 og nemur heildarkaupverð vegna nýtingarinnar því kr. 277.868.146. Skagi á nú eigin hluti að nafnvirði kr. 10.742.361 sem nemur 0,56% af hlutafé félagsins.

 PRESS RELEASE

SKAGI: Fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2025

SKAGI: Fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2025 Neðangreint er fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025: Ársuppgjör 2024miðvikudagur26.02.2025Aðalfundur 2025fimmtudagur27.03.20251. ársfjórðungur 2025þriðjudagur29.04.20252. ársfjórðungur 2025fimmtudagur17.07.20253. ársfjórðungur 2025þriðjudagur28.10.2025Ársuppgjör 2025þriðjudagur17.02.2026Aðalfundur 2026þriðjudagur17.03.2026 Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar. 

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch