A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

SKAGI: Vátryggingafélag Íslands (Skagi) kaupir Íslensk verðbréf

SKAGI: Vátryggingafélag Íslands (Skagi) kaupir Íslensk verðbréf

Vátryggingafélag Íslands hf. (Skagi) hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) um kaup Skaga á 97,07% hlutafjár í félaginu. Horft er til þess að í kjölfarið verði farið í kaup hlutafjár annarra hluthafa þannig að Skagi verði einn eigandi alls hlutafjár í Íslenskum verðbréfum. Kaupverð 97,07% hlutafjár í Íslenskum verðbréfum er 1.598 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með reiðufé, en Skagi hefur val um að greiða allt að fjórðungi kaupverðsins með afhendingu nýs hlutafjár í Skaga. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar eru undanskilin í kaupunum. Jóhann M. Ólafsson, forstjóri ÍV, hefur stigið til hliðar og Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða, hefur tekið tímabundið við sem forstjóri félagsins.

Íslensk verðbréf, sem var stofnað árið 1987, er eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins og með sterkt og þekkt vörumerki á íslenskum fjármálamarkaði. Félagið býður upp á þjónustu á sviði markaðsviðskipta, eigna- og sjóðastýringar og var með 96 milljarða króna í stýringu um síðustu áramót. Alls voru um 4.000 viðskiptavinir með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá Íslenskum verðbréfum í lok árs 2023.

Íslensk verðbréf hafa frá stofnun verið með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og horft er til þess að starfsemi félagsins verði þar áfram, enda er markmið samstæðu Skaga að efla þjónustu við viðskiptavini á Norðurlandi. Eigna- og sjóðastýring ásamt markaðsviðskiptum verða starfrækt innan samstæðu Skaga og samþætt núverandi fjármálastarfsemi eftir að kaupin hafa gengið í gegn.

Rík áhersla er lögð á vöxt í kjarnastarfsemi Skaga, þ.e. í trygginga- og fjármálastarfsemi, og kaupin eru því mikilvægur áfangi í vegferð Skaga til þess að styrkja enn frekar grunnstoðir samstæðunnar, með innri og ytri vexti.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga:

„Það er mikið gleðiefni að Íslensk verðbréf bætist í hóp öflugra fyrirtækja í samstæðu Skaga. Þessi viðbót mun efla þjónustu við viðskiptavini okkar á Norðurlandi og styrkir stöðu okkar á sviðum eignastýringar og markaðsviðskipta. Samstæða Skaga er nú þegar með öflugan rekstur á svæðinu en kaupin eru mikilvægt skref í frekari uppbyggingu fyrir norðan. Íslensk verðbréf hafa í hátt í fjóra áratugi boðið upp á framúrskarandi þjónustu á sviði eignastýringar og mun halda því áfram innan samstæðu Skaga.

Eignir í stýringu hjá Skaga munu nema um 220 milljörðum króna eftir viðskiptin og við færumst því nær langtímamarkmiðum okkar um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði. Við erum líka stolt af því að framboð sjóða hjá Skaga eykst umtalsvert eftir kaupin. Við höfum metnaðarfull markmið um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði og kaupin eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð.“

Jóhann M. Ólafsson, fráfarandi forstjóri Íslenskra verðbréfa:

„Undanfarin ár hefur Björg Capital Management, ásamt öflugum hópi starfsfólks, byggt upp starfsemi Íslenskra verðbréfa í höfuðstöðvum félagsins á Akureyri. Nú hefur Skagi, sem er öflugt fjármálafyrirtæki, séð tækifærið sem felst í því að halda áfram uppbyggingu á fjármálastarfsemi á Norðurlandi. Með sölunni gefst okkur í Björgu Capital Management aukið tækifæri til að efla sérhæfðar fjárfestingar svo sem í fiskeldi og stórþara ásamt öðrum verkefnum og þjónustu er tengjast bláa hagkerfinu. Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur en við sjáum mikil tækifæri í því að leiða fjárfestingar, uppbyggingu og ráðgjöf hér á landi og erlendis á komandi árum, enda mikil þekking og reynsla á því sviði sem býr innan okkar raða.“

Frekari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri Skaga, í síma 660-5260 og með tölvupósti 



EN
07/05/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025         17. júlí 2025 Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu Fjárfestingartekjur lita áfram afkomu Afkoma 2F og H1 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 2F 2025 Samstæðan Hagnaður eftir skatta nam 972 m.kr. (2F 2024: 137 m.kr.).Hagnaður á hlut nam 0,51 kr. á tímabilinu.Arðsemi eigin fjár var 18,4% á ársgrundvelli (2F 2024: 2,7%) og gjaldþol samstæðu var 1,28 í lok tímabilsins.Eigið fé samstæðu nam 21.393 m.kr. við lok tímabilsins. Tryggingastarfsemi Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi VÍS sem óx um 8,9% á ...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025 Drög að uppgjöri fyrri árshelmings ársins 2025 benda til þess að samsett hlutfall í tryggingastarfsemi VÍS á tímabilinu sé 90,6% sem er talsvert betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áður birtum rekstrahorfum fyrir árið 2025 í heild var áætlað að samsett hlutfall yrði á bilinu 93-96% með markmið um að vera undir 94%. Með vísan til þessa telur félagið rétt að uppfæra rekstrarhorfur í tryggingastarfsemi þannig að áætlað er að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 92-95%. Áhrifaþættir á samsett hlutfall fyrri árshelmings eru m.a. eftirfa...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025 Fjárhagsdagatali Skaga sem birt var þann 18. desember 2024 hefur verið breytt og er uppfært dagatal með eftirfarandi hætti: Fjárhagsdagatal: 2. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             fimmtudagur 17. júlí 2025 3. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             miðvikudagur 29. október 2025          Ársuppgjör 2025                                                     miðvikudagur 18. febrúar 2026          Aðalfundur 2026                                                     þriðjudagur 17. mars 2026 Vakin er athy...

 PRESS RELEASE

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt vi...

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf. Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna. ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025 Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöðurAfkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 1F 2025 Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch