A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Endanleg dagskrá og tillögur til aðalfundar VÍS árið 2020

VÍS: Endanleg dagskrá og tillögur til aðalfundar VÍS árið 2020

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. hefur boðað til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 19. mars 2020. Athygli er vakin á því að jafnframt verður gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Fundurinn hefst kl. 16:00.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2019.
  2. Stjórnin leggur fram til afgreiðslu endurskoðaðan ársreikning félagsins.
  3. Ákvörðun um tillögu stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað félagsins og greiðslu arðs.
  4. Tillaga um starfskjarastefnu sem inniheldur m.a. ramma um kaupaukakerfi.
  5. Tillaga um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum skv. endurkaupaáætlun.
  6. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins.
  7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar.
  8. Kosning til stjórnar félagsins.
  9. Kosning endurskoðunarfélags.
  10. Kosning til tilnefningarnefndar félagsins.
  11. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum.
  12. Önnur mál löglega fram borin.

Hluthöfum gafst kostur á að fá mál tekin fyrir á hluthafafundi með því að leggja fram skriflega eða rafræna kröfu fyrir 9. mars sl. Engin slík krafa hefur borist félaginu og því stendur dagskráin sem fylgdi fundarboði þann 27. febrúar sl. óbreytt.

Í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er um áhrif COVID-19 heimsfaraldursins dregur stjórn félagsins til baka tillögu stjórnar um arðgreiðslu. Leggur stjórn jafnframt til að aðalfundur taki ákvörðun um að fresta afgreiðslu dagskrárliðar 3 varðandi það hvernig fara skuli með hagnað félagsins, og að ákvörðun um greiðslu arðs verði frestað til framhaldsaðalfundar, sem haldinn verði innan tveggja mánaða frá aðalfundardegi. Verði tillaga um frestun samþykkt mun stjórn leggja fram endurskoðaða tillögu um arðgreiðslu fyrir boðun þess fundar. Að öðru leyti standa tillögur stjórnar eins og þær voru birtar þann 27. febrúar sl.

Í fundarboði var upplýst um að atkvæðagreiðsla á fundinum muni fara fram í gegnum stafrænt kosningakerfi sem ber heitið Lumi AGM (). Í ljósi þess að Landlæknir og Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu COVID-19 hefur stjórn félagsins jafnframt ákveðið að bjóða upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi  auk þess sem hluthafar geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða vefsíðu Lumi . Rafræn þátttaka mun því jafngilda mætingu á fundinn og veita rétt til þátttöku í honum að öðru leyti.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn rafrænt eru hvattir til að senda félaginu afrit af skilríkjum sínum á netfangið við allra fyrsta tækifæri en eigi síðar en kl. 12:00 á fundardegi. Eftir kl. 10 á fundardegi, eða ef beiðni berst síðar, við fyrsta tækifæri eftir að beiðni um rafræna þátttöku berst, fá hluthafar og/eða umboðsmenn þeirra leiðbeiningar og aðgangsupplýsingar sendar í gegnum örugga gagnagátt með auðkenningu rafrænna skilríkja.

Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins í höfuðstöðvum félagsins eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM eða fengið snjalltæki að láni á fundarstað.

Upplýsingar um fundarboð, sem vísast til að öðru leyti en hér greinir, tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins og greinargerð með þeim, skýrslu tilnefninganefndar, sem inniheldur m.a. tillögur nefndarinnar að samsetningu stjórnar, má finna á vefsíðu félagsins á slóðinni .

Önnur gögn vegna aðalfundar, s.s. ársskýrsla félagsins, skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu og enskar þýðingar fundargagna verða gerð aðgengileg eigi síðar en föstudaginn 13. mars n.k. á vefsíðu félagsins: .

VÍS biðlar til allra hluthafa að gæta að fyllsta hreinlæti í kringum fundinn og virða fyrirmæli yfirvalda um sóttkví og nýta sér frekar rafræna atkvæðagreiðslu hafi þeir ferðast um áhættusvæði fyrir fundinn, finni fyrir flensueinkennum eða telji sig hafa verið útsetta fyrir smiti.

Komi til samkomubanns mun VÍS leita allra leiða til að aðalfundur geti farið fram með sem eðlilegustum hætti m.t.t. aðstæðna og fyrirmæla stjórnvalda.

Reykjavík, 13. mars 2020

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf.

EN
13/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt vi...

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf. Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna. ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025 Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöðurAfkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 1F 2025 Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 og kynningarfundur

SKAGI: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 og kynningarfundur Skagi mun birta uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða þann 29. apríl næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn samdægurs 29. apríl, klukkan 16:30 í húsnæði félagsins Ármúla 3 þar sem Haraldur I. Þórðarson, forstjóri félagsins, mun kynna uppgjör fjórðungsins.   Hægt verður að fylgjast með fundinum á . Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á sömu slóð.    

 PRESS RELEASE

SKAGI: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2024

SKAGI: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2024 Skagi (áður Vátryggingafélag Íslands) hefur  gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu vegna vátryggingastarfsemi á árinu 2024. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins, gjaldþol og fjárhagslega stöðu. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016. Í skýrslunni eru veittar upplýsingar sem er ætlað að auka skilning á starfsemi félagsins. Fjallað er um stjórnkerfi félagsins, rekstur og afkomu af vátryggingastarfsemi og fjármálastarfsemi, skipulag og framkvæmd áhæt...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Niðurstöður aðalfundar þann 27. mars 2025

SKAGI: Niðurstöður aðalfundar þann 27. mars 2025 Aðalfundur Skaga hf. var haldinn fimmtudaginn 27. mars 2025. Meðfylgjandi er samantekt á niðurstöðum fundarins. Jafnframt eru meðfylgjandi uppfærðar samþykktir og samþykkt starfskjarastefna vegna ársins 2025. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár og hafa stjórnarmenn skipt með sér verkum.  Stjórnin er skipuð með eftirfarandi hætti: Aðalstjórn: Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður Vilhjálmur Egilsson, varaformaður stjórnar Hrund Rudolfsdóttir Marta Guðrún Blöndal Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch