VÍS: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun
Í 2. viku 2023 keypti Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) 3.450.000 eigin hluti fyrir kr. 60.260.000 eins og hér segir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð (kr.) | Eigin hlutir eftir viðskipti |
11.1.2023 | 09:31:35 | 1.150.000 | 17,3 | 19.895.000 | 40.150.000 |
12.1.2023 | 10:09:22 | 1.150.000 | 17,5 | 20.125.000 | 41.300.000 |
13.1.2023 | 14:56:39 | 1.150.000 | 17,6 | 20.240.000 | 42.450.000 |
3.450.000 | 60.260.000 | 42.450.000 |
Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd 16. nóvember 2022, sbr. tilkynningu á markað sama dag.
VÍS hefur keypt samtals 42.450.000 hluti í félaginu sem samsvarar 42,45% af þeim eigin hlutum sem að hámarki var heimilt að kaupa samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 752.617.500. VÍS á nú samtals 42.450.000 hluti eða 2,43% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.750.000.000.
Í endurkaupaáætluninni kemur fram að ekki verði keyptir fleiri en 100.000.000 hlutir. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Leiðrétting vegna fyrri tilkynninga: Í tilkynningu vegna endurkaupa VÍS í viku 49 2022 voru tilkynnt viðskipti þann 08.12.2022 oftalin um 100.000 hluti að nafnvirði. Þar kom fram að keyptir hafi verið 1.150.000 hlutir að nafnvirði og að kaupverð hlutanna hafi verið kr. 20.412.500. Hið rétta er að keyptir hlutir námu 1.050.000 að nafnvirði og kaupverð hlutanna var kr. 18.637.500. Í síðari tilkynningum hafa því eigin hlutir verið oftaldir sem nemur 100.000 að nafnvirði. Þetta leiðréttist hér með og þann 13.01.2023 var fjöldi eigin hluta félagsins að nafnvirði 42.450.000.
