VÍS: Samsett hlutfall og ávöxtun fjáreigna í nóvember 2019
Samsett hlutfall* var 93,6% í nóvember og það sem af er ári er það 99,2%. Samsett hlutfall síðustu 12 mánaða er 98,4%.
Ávöxtun fjárfestingaeigna VÍS í nóvember var 0,9% en ávöxtun frá áramótum er 9,2%.
VÍS greiddi viðskiptavinum sínum tæplega 1,3 milljarða króna í tjónabætur** í nóvember og hefur greitt viðskiptavinum rúmlega 15,5 milljarða króna í tjónabætur það sem af er ári.
Næsta tilkynning um samsett hlutfall og ávöxtun fjáreigna (fyrir desember 2019) verður birt í tengslum við ársuppgjörið í febrúar 2020, að öllu öðru óbreyttu.
*Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingahluta sem hlutfall af iðgjöldum.
**Hafa skal í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga getur sveiflast mjög á milli mánaða.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir í síma 660-5260 eða í netfanginu .