A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

VÍS: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) þann 19. mars 2021 var samþykkt að heimila stjórn, í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun, að kaupa á næstu 12 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.  

Stjórn VÍS hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé þess.  

Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir eru 50.000.000 hlutir að nafnvirði, en það jafngildir um 2,64% af útgefnu hlutafé félagsins, sem er nú kr. 1.894.462.192 að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að endurkaupum samkvæmt áætluninni ljúki í síðasta lagi 28. desember 2021 eða fyrr ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.     

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 2.000.000 hlutir að nafnvirði, sem er innan við fjórðungur af meðalveltu síðustu fjögurra vikna. Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.  

Fyrir á Vátryggingafélag Íslands hf. 94.462.192 eigin hluti.  

Endurkaupin verða framkvæmd af ACRO verðbréfum hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og lög um aðgerðir gegn markaðsviðsvikum nr. 60/2021, sbr. 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik, sbr. framselda reglugerð nr. 2016/1052 um tæknilega staðla og skilyrði endurkaupaáætlana.   

Endurkaup vátryggingafélaga í þeim tilgangi að lækka hlutafé eru háð fyrirfram samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilkynnt verður sérstaklega þegar slíkt samþykki hefur verið veitt og endurkaup munu hefjast.  



EN
21/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf.

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga á 3. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga á 3. ársfjórðungi 2025 Grunnrekstur samstæðu styrkist áfram Tilkynnt um samrunaviðræður við Íslandsbanka Afkoma 3F og 9M 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 3F 2025 Samstæðan Hagnaður eftir skatta nam 717 m.kr. (3F 2024: 427 m.kr.).Hagnaður á hlut nam 0,36 kr. á tímabilinu. Arðsemi eigin fjár var 13,2% á ársgrundvelli (3F 2024: 8,0%) og gjaldþol samstæðu var 1,28 í lok tímabilsins.Eigið fé samstæðu nam 22.128 m.kr. við lok tímabilsins. Tryggingastarfsemi Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi VÍS sem óx um 9,6% á milli ára.Tekjuvöxtur í líf- o...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2025 og kynningarfundur

SKAGI: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2025 og kynningarfundur Skagi mun birta uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða þann 29. október næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn samdægurs 29. október, klukkan 16:30 í húsnæði félagsins Ármúla 3 þar sem Haraldur I. Þórðarson, forstjóri félagsins, mun kynna uppgjör fjórðungsins.   Hægt verður að fylgjast með fundinum á . Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á sömu slóð.    

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025

SKAGI: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025 Drög að uppgjöri þriðja ársfjórðungs ársins 2025 benda til þess að samsett hlutfall í tryggingastarfsemi VÍS á tímabilinu sé 82,4%, og 87,7% fyrir fyrstu 9 mánuði ársins, sem er betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í uppfærðum rekstrahorfum fyrir árið 2025 í heild, sem birtar voru 10. júlí 2025, var áætlað að samsett hlutfall yrði á bilinu 92-95%. Með vísan til þessa telur félagið rétt að uppfæra rekstrarhorfur í tryggingastarfsemi þannig að áætlað er að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 89,5%-92,5%. Áhrifaþættir á samsett hlutfall...

 PRESS RELEASE

Skagi: Stjórnir Skaga og Íslandsbanka samþykkja að hefja samrunaviðræð...

Skagi: Stjórnir Skaga og Íslandsbanka samþykkja að hefja samrunaviðræður Stjórnir Skaga hf. og Íslandsbanka hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal þess efnis verið undirritað af hálfu beggja aðila. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að hluthafar Skaga eignist 323.859.440 nýja hluti í Íslandsbanka sem jafngildir um 15% hlut í sameinuðu félagi. Það endurspeglar viðskiptagengið 21,18 krónur á hvern hlut í Skaga og 124,00 krónur á hlut fyrir Íslandsbanka. Sameinað félag verði leiðandi á fjármálamarkaði Félögin sjá mikið virði í sa...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch