A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2020 og afkomuspá

VÍS: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2020 og afkomuspá

Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2020 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 20. ágúst 2020.

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2020.

- Hagnaður 2F 2020 var 916 m.kr. samanborið við 1.256 m.kr. 2F 2019

- Iðgjöld 2F 2020 voru 5.641 m.kr. samanborið við 5.655 m.kr. 2F 2019

- Fjárfestingatekjur 2F 2020 voru 1.612 m.kr. en námu 1.434 m.kr. á sama tímabili í fyrra

- Arðsemi eigin fjár var jákvæð um 6,7 % samanborið við 6,5% á sama tímabili 2019

- Samsett hlutfall 2F 2020 var 103,5% samanborið við 93,8% á sama tímabili 2019

Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Mjög góður árangur var í fjárfestingum í fjórðungnum. Árangurinn er sá besti frá skráningu félagsins, í fjárfestingatekjum og nafnávöxtun. Góð ávöxtun var í öllum eignaflokkum félagsins, sér í lagi skráðum hlutabréfum og erlendum skuldabréfasjóðum, að undanskildum óskráðum hlutabréfum sem lækkuðu í fjórðungnum. 

Í fjórðungnum sáum við jákvæða þróun í tíðni tjóna sem rekja má til áhrifa COVID-19 á samfélagið. Hins vegar höfðu nokkur stærri tjón mjög neikvæð áhrif á fjórðunginn sem og tap af erlendri endurtryggingastarfsemi. Neikvæð áhrif erlendu endurtryggingastarfseminnar á samsett hlutfall í fjórðungnum er 5,1%, en eins og áður hefur komið fram höfum við tekið ákvörðun um að hætta í þeirri starfsemi. Samsett hlutfall fjórðungsins er 103,5% og hagnaður eftir skatta nemur 916 milljónum króna.

Afkomuhorfur góðar

Þrátt fyrir tvo mjög þunga fjórðunga í tryggingarekstri félagsins eru afkomuhorfur fyrir komandi fjórðunga góðar. Afkomuspá til næstu 12 mánaða gerir ráð fyrir 97,3% samsettu hlutfalli, 5,9% ávöxtun fjáreigna og hagnaði fyrir skatta uppá rúmlega 2,2 milljarða króna.

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð áhrif á efnahagsumhverfið víða um heim og enn er óvíst hvort þeirra muni gæta til lengri eða skemmri tíma. Við höfum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar, huga að vátryggingarvernd þeirra og vera með úrræði fyrir þá sem lenda í greiðsluvanda vegna COVID-19. Okkur hefur tekist vel að þjónusta viðskiptavini okkar í gegnum stafrænar lausnir. Segja má að faraldurinn hafi flýtt stafrænni þróun víða í samfélaginu og þar erum við engin undantekning. Við höfum umbylt þjónustunni á þessum tímum ─ sem gefur okkur góðan byr í seglin í átt að framtíðarsýninni okkar, að vera stafrænt þjónustufyrirtæki.

Byltingarkennd nýjung

Í upphafi kórónuveirufaraldursins þegar tryggingafélög um allan heim fóru að skoða leiðir til að endurgreiða tryggingar vildum við skoða hvernig við gætum breytt þessu til frambúðar en ekki sem einskiptisaðgerð. Við ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Við kynnum því nú með stolti spennandi vöruþróun á íslenskum tryggingamarkaði. Um er að ræða byltingarkennda nýjung hér á landi, sem við höfum nefnt Ökuvísi. Ökuvísirinn gefur aksturslaginu einkunn og bendir viðskiptavinum á uppbyggilegan hátt hvað megi gera betur. Með því móti getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að lenda sjaldnar í tjóni. Þessi nálgun er vel þekkt erlendis en reynslan þar sýnir að tjónum fækkar um allt að 20%. Viðskiptavinir okkar geta því einnig haft áhrif á hversu mikið þeir borga fyrir ökutækjatrygginguna, með aksturslagi sínu og stjórna þannig ferðinni, í orðsins fyllstu merkingu.

Framundan er spennandi vöruþróun með viðskiptavinum okkar ─ en við óskum eftir þátttöku þeirra í verkefninu því við viljum að rödd þeirra heyrist frá byrjun. Markmið verkefnisins er skýrt. Í samvinnu við viðskiptavini okkar ætlum við að breyta umferðarmenningunni ─ og fækka umferðarslysum hér á landi. Öruggara samfélag er betra samfélag. Við erum því stolt af þessari spennandi nýjung og hlökkum til að bjóða uppá þennan valkost síðar á þessu ári.“

Horfur

Uppfærð afkomuspá gerir ráð fyrir því að samsett hlutfall fyrir árið 2020 verði 105,3%, ávöxtun fjáreigna verði 7,3% og hagnaður fyrir skatta 164 milljónir króna. Afkomuspá til næstu 12 mánaða gerir ráð fyrir 97,3% samsettu hlutfalli, 5,9% ávöxtun fjáreigna og hagnaði fyrir skatta uppá rúmlega 2,2 milljarða króna.

Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 21. ágúst, í húsnæði félagsins, Ármúla 3, klukkan 8:30.

Á fundinum mun Helgi Bjarnason, forstjóri félagsins, kynna uppgjörið og svara spurningum.

Við biðjum þá sem hafa hug á að mæta á fundinn að senda tölvupóst á svo við getum haldið vel utan um fjölda þeirra sem ætla að mæta. Við virðum tveggja metra regluna í fundarsalnum því við viljum tryggja öryggi þeirra sem mæta á fundinn.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku að honum loknum á vefslóðinni:

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast hér:

Fjárhagsdagatal 

3. ársfjórðungur  ||  22. október 2020

Ársuppgjör 2020  ||  25. febrúar 2021

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660 5260 eða með netfanginu

Viðhengi

EN
20/08/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026 Áætlun samstæðu Skaga fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að hagnaður verði 4,1 milljarðar króna eftir skatta sem samsvarar 17% arðsemi eiginfjár en markmið félagsins er að skila yfir 15% arðsemi eiginfjár. Rekstrarhorfur Skaga fyrir fjárhagsárið 2026 eru eftirfarandi: Samsett hlutfall í tryggingarekstri: 92-95%, markmið 3.500m Ávöxtun fjárfestingasafns: Markmið >9,5% Upplýst verður um horfur í samsettu hlutfalli í tryggingastarfsemi, og tekjum í fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynnt eru. Vænt ávöxtun ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Viðskipti stjórnenda

SKAGI: Viðskipti stjórnenda Meðfylgjandi er tilkynning um viðskipti stjórnenda hjá Skaga vegna nýtingar kauprétta.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Líkt og tilkynnt var um þann 3. desember 2024 eru í gildi kaupréttarsamningar við starfsfólk Skaga og dótturfélaga. Kaupréttarsamningarnir voru gerðir í samræmi við kaupréttaráætlun byggðri á 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem útfærð var af stjórn Skaga í júní 2024 og samþykkt af Skattinum í október sama ár. Fyrsta innlausnartímabilinu samkvæmt kaupréttarsamningunum er nú lokið og bárust félaginu tilkynningar um nýtingu kaupréttar sem taka til samtals 9.379.970 hluta í félaginu á genginu 18,85 krónur á hvern hlut eða fyrir ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf.

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf.

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch