755171 Tm HF

TM lýkur við kaup á Lykli

TM lýkur við kaup á Lykli

Þann 21. júlí sl. gekk TM hf. (TM)  til einkaviðræðna við Klakka ehf., eiganda Lykils fjármögnunar hf. (Lykill), um kaup TM á öllum eignarhlutum í Lykli. Þeim viðræðum lauk þann 10. október sl. með undirritun samnings um kaup á 100% hlutafjár í Lykli. Kaupverðið er 9.250 m.kr. auk hagnaðar Lykils á árinu 2019, sem TM greiðir seljanda.

Viðskiptin voru háð þremur fyrirvörum; samþykki hluthafafundar TM, samþykki Fjármálaeftirlitsins og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi í TM þann 13. nóvember sl., af hálfu Samkeppniseftirlitsins þann 15. nóvember sl. og þann 23. desember sl. féllst Fjármálaeftirlitið á að TM færi með virkan eignarhlut í Lykli. Öllum fyrirvörum hefur því verið aflétt.

Í dag, 7. janúar 2020, var lokið við kaupin með greiðslu kaupverðsins, að undanskildu því sem nemur hagnaði Lykils árið 2019 og Lykill því orðinn hluti af samstæðu TM.

Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Fjölmörg tækifæri felast í kaupunum til að bæta arðsemi, ná fram samlegðaráhrifum í tekjum og kostnaði, fjölga fjármögnunarkostum, lækka fjármagnskostnað og gera fjármagnsskipan hagkvæmari. Margvísleg samþættingarverkefni til að ná markmiðum um samlegðaráhrif eru þegar hafin.

Starfsemi Lykils verður á næstu vikum færð í höfuðstöðvar TM að Síðumúla 24 og stefnt er að því að öll starfsemi verði komin þangað í febrúar.

Ráðgjafar TM í viðskiptunum voru BBA // Fjeldco, Deloitte og KPMG.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Það er góð byrjun á árinu að stíga það skref að ljúka við kaupin á Lykli eins og stefnt var að. Kaupin munu styrkja samstæðuna, auka hagnað til hluthafa og skapa spennandi tækifæri í vátrygginga- og fjármálaþjónustu á næstu misserum. Við erum þakklát fyrir þann stuðning sem við fengum frá hluthöfum í ferlinu og hlökkum til næstu skrefa í þróun samstæðunnar. Það er skemmtileg áskorun að leiða saman þessi tvö félög og markmið okkar er að nýta styrkleika hvors fyrir sig og með öflugum hópi starfsmanna sækja fram í fjármálaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja. Það eru spennandi tímar framundan.“

Jón Örn Guðmundsson, forstjóri Klakka:

„Þetta eru tímamót í sögu félags sem á meira en þriggja áratuga langa sögu í fjármögnun bíla- og atvinnutækja hér á landi. Lykill er mjög sterkt félag á íslenskum fjármögnunarmarkaði og það er ánægjulegt fyrir alla sem komu að endurskipulagningu þess á sínum tíma að sjá það vaxa og dafna. Þessi niðurstaða er góð fyrir kröfuhafa og hluthafa Klakka. Hún er auk þess ánægjuleg fyrir starfsfólk Lykils sem fær nú framtíðareiganda og hefur nýja og spennandi vegferð með TM. Þá munu viðskiptavinir TM og Lykils í kjölfar viðskiptanna fá aðgang að enn fjölbreyttari þjónustu tengdri bílatryggingum og fjármögnun, allri á einum stað.“

EN
07/01/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Tm HF

 PRESS RELEASE

Samruni Kviku, TM og Lykils

Samruni Kviku, TM og Lykils Í dag, 30. mars 2021, samþykktu hluthafafundir Kviku banka hf. (,,Kvika“), TM hf. (,,TM“) og Lykils fjármögnunar hf. (,,Lykill“) að sameina félögin þrjú undir nafni og kennitölu Kviku þannig að TM og Lykli verður slitið án skuldaskila og félögin algerlega sameinuð Kviku (samruni með yfirtöku), sbr. 119.gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samkvæmt samrunaáætlun félaganna, dags. 23. febrúar 2021, skal réttindum og skyldum TM og Lykils reikningslega lokið þann 1. janúar 2021 og tekur Kvika við öllum réttindum og skyldum TM og Lykils frá þeim tíma, þ. á m. skuldabré...

 PRESS RELEASE

Hluthafafundur TM 30. mars 2021 – Endanlegar tillögur og ályktanir

Hluthafafundur TM 30. mars 2021 – Endanlegar tillögur og ályktanir Samkvæmt samþykktum TM hf. skal a.m.k. þremur dögum fyrir hluthafafund birta upplýsingar um þær tillögur og ályktanir sem lagðar verða fyrir fundinn og eftir atvikum endurskoðaða dagskrá fundarins.  Engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests þar um sem var 20. mars sl. Eru endanlegar tillögur og ályktanir vegna hluthafafundar 30. mars 2021 því óbreyttar frá fyrri tilkynningu félagsins 8. mars sl. Allar upplýsingar um hluthafafundinn má nálgast á

 PRESS RELEASE

TM hf. - Niðurstöður aðalfundar 18. mars 2021.

TM hf. - Niðurstöður aðalfundar 18. mars 2021. Á aðalfundi TM hf. í dag, 18. mars 2021, voru samþykktar tillögur um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, starfskjarastefnu félagsins, þóknun til stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar. Að auki var kosinn endurskoðendur fyrir starfsárið 2021. Stjórnin félagsins, sem var sjálfkjörin, hefur skipt með sér verkum. Stjórnin er skipuð sem hér segir: Í aðalstjórn: Örvar Kærnested formaður, Kristín Friðgeirsdóttir varaformaður, Andri Þór Guðmundsson meðstjórnandi, Einar Örn Ólafsson meðstjórnandi og Helga Kristín Auðunsdóttir meðstj...

 PRESS RELEASE

Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar TM hf. á aðalfundi 18. mar...

Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar TM hf. á aðalfundi 18. mars 2021 Framboðsfrestur til stjórnar TM hf. rann út 13. mars 2021. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins: Í aðalstjórn (í stafrófsröð): Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, Einar Örn Ólafsson, fjárfestir, Helga Kristín Auðunsdóttir, lögfræðingur LLM, Kristín Friðgeirsdóttir, verkfræðingur Ph.D., og Örvar Kærnested, fjárfestir. Í varastjórn (í stafrófsröð): Bjarki Már Baxter, lögmaður, og Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri. Tilnefningarnefnd félagsins lagði til í skýrslu sinni 18. feb...

 PRESS RELEASE

TM hf.: Skilyrt samþykki FME fyrir samruna Kviku, TM og Lykils

TM hf.: Skilyrt samþykki FME fyrir samruna Kviku, TM og Lykils Þann 23. febrúar sl. tilkynnti TM hf. („TM“) að undirrituð hefði verið samrunaáætlun vegna fyrirhugaðs samruna TM, Kviku banka hf. („Kvika“) og Lykils fjármögnunar hf. („Lykill“). Þann 26. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt um að tveir af fjórum fyrirvörum í samrunasamningi félaganna frá 25. nóvember sl. hefðu verið uppfylltir. Eftir stæðu fyrirvarar um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands („FME“) fyrir samrunanum og samþykki hluthafafunda í Kviku, TM og Lykli. Í dag, 9. mars 2021, tilkynnti FME Kviku, TM og Lykli ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch