A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Stjórnendauppgjör. Afkoma fjórða ársfjórðungs og ársins 2024

Eimskip: Stjórnendauppgjör. Afkoma fjórða ársfjórðungs og ársins 2024

HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FJÓRÐA ÁRSFJÓRÐUNGS

  • Góð niðurstaða fyrir fjórða ársfjórðung þvert yfir samstæðuna og áframhaldandi aukin umsvif eftir erfiða byrjun á árinu
    • Afkoma siglingakerfisins var góð á tímabilinu og drifin áfram af góðri aukningu á magni á hagfelldu verði í Trans-Atlantic. Á sama tíma jókst útflutningsmagn frá Íslandi sem leiddi einnig til góðrar niðurstöðu á Innanlandssviði
    • Sterk afkoma af alþjóðlegri flutningsmiðlun, sem byggist á góðu magni og góðri framlegð vegna hækkunar á alþjóðlegum flutningsverðum
  • Tekjur námu 227,2 milljónum evra og hækkuðu um 28,0 milljónir evra eða 14,1% samanborið við fjórða ársfjórðung 2023
  • Rekstrarkostnaður nam 200,0 milljónum evra og hækkaði um 23,6 milljónir evra eða 13,4% frá fyrra ári
    • Launakostnaður jókst um 2,4 milljónir evra milli ára sem jafngildir 6,5% hækkun sem kemur að mestu til vegna  almennra launahækkana og dreifingu orlofsskuldbindingar
  • EBITDA fjórðungsins nam 27,1 milljónum evra samanborið við 22,7 milljónir evra árið 2023, sem er aukning upp á 19,5%. EBITDA hlutfall var 11,9% samanborið við 11,4% á sama fjórðungi fyrra árs
  • Hagnaður eftir skatta nam 7,3 milljónum evra á fjórðungnum samanborið við 8,4 milljónir evra á sama tímabili fyrra árs

HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU ÁRSINS 2024

  • Góð rekstrarniðurstaða á fjárhagsárinu 2024 í ljósi mjög erfiðrar byrjunar á árinu þar sem rúmlega 60% EBITDA framlegðar varð til á seinni helmingi ársins
    • Góð rekstrarafkoma gámasiglingakerfisins á seinni hluta ársins, samanborið við frekar rólegan annan ársfjórðung og lélegan fyrsta ársfjórðung, með sterku magni og flutningsverðum í Trans-Atlantic og aukningu í magni í útflutningi frá Íslandi
    • Magn í frystiflutningakerfinu í Noregi jókst á milli ára, en rekstarniðurstaða var þrátt fyrir það lakari vegna breyttrar samsetningar í flutningi og minni bolfiskkvóta
    • Sterk afkoma í alþjóðlegri flutningsmiðlun á seinni hluta ársins, eftir erfiða byrjun á árinu, með hærri flutningsverðum, sérstaklega í Asíu
    • Eimskip er stöðugt að endurmeta siglingakerfið og skipaflotann með það að markmiði að auka skilvirkni og þjónustu við viðskiptavini. Breytingar voru gerðar á siglingakerfinu í febrúar 2024 sem leiddu til færri sigldra mílna, minni olíukostnaðar og aukins stöðugleika
  • Tekjur námu 847,1 milljónum evra og hækkuðu um 29,2 milljón eða 3,6% samanborið við árið 2023, þrátt fyrir að hafa dregist saman um 4,3% á fyrri helmingi ársins í samanburði við árið 2023
  • Rekstrarkostnaður nam 749,3 milljónum evra og hækkaði um 54,7 milljónir evra, einkum vegna hærri kostnaðar við aðkeypta flutningsþjónustu
  • EBITDA nam 97,8 milljónum evra samanborið við 123,4 milljónir evra á árinu 2023
  • EBIT nam 34,9 milljón evra samanborið við 61 milljón evra á árinu 2023
  • Áframhaldandi góð afkoma hlutdeildarfélaga og nam hlutdeild Eimskips í hagnaði þeirra 15,7 milljónum evra
  • Hagnaður eftir skatta nam 30,0 milljónum evra samanborið við 54,5 milljónir evra árið 2023
  • Viðhaldsfjárfestingar ársins 2024 námu 26,9 milljónum evra sem er í samræmi við kynnta áætlun upp á 26-29 milljónir evra, en árið 2023 námu viðhaldsfjárfestingar 25,4 milljónum evra
  • Nýfjárfestingar námu 11,4 milljónum evra árið 2024 samanborið við 17,8 milljónir evra árið 2023. Stærsta einstaka verkefnið á árinu 2024 voru kaup á nýjum krana í Sundahöfn. Önnur stærsta fjárfesting ársins var bygging á nýju vöruhúsi, frystigeymslu og höfuðstöðvum í Færeyjum sem lauk á árinu, en framkvæmdir hófust árið 2022
  • Gott sjóðstreymi frá rekstri og lausafjárstaða nam 28,7 milljónum evra í árslok
  • Skuldsetningarhlutfall nam 2,28x í árslok samanborið við 1,43x í lok 2023 en langtímamarkmið gerir ráð fyrir 2-3x. Eiginfjárhlutfall er 47,7% í árslok samanborið við langtímamarkmið um 40%

VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI

“Við erum ánægð með afkomu ársins 2024, sérstaklega í ljósi erfiðrar byrjunar á árinu. Niðurstöður fyrsta ársfjórðungs voru undir væntingum, en jákvæð þróun átti sér stað þegar líða fór á árið og rúmlega 60% af EBITDA varð til á seinni helmingi ársins. Bætt afkoma var drifin áfram af góðri frammistöðu gámasiglingakerfisins á seinni hluta ársins með stórbættri afkomu í Trans-Atlantic þjónustu, góðu magni og samsetningu þess í útflutningi frá Íslandi og mun betri afkomu í alþjóðlegri flutningsmiðlun. Jákvæða þróun í Trans-Atlantic má rekja til aukningar í magni og hærri alþjóðlegra flutningsverða, sem að hluta til mátti rekja til yfirvofandi verkfalla hafnarverkamanna á austurströnd Bandaríkjanna. Innflutningur til Íslands var minni en á árinu 2023, sérstaklega innflutningur á bifreiðum eins og búist var við. Innflutningur til Færeyja jókst á seinni helmingi ársins, með auknum stórflutningum og þá jókst magn í frystiflutningakerfinu í Noregi á milli ára, þó afkoma hafi verið lakari í ljósi óhagstæðar samsetningar í flutningi. Afkoma á innanlandssviði var sambærileg við árið á undan með áframhaldandi góðum gangi í sjávarútvegi og laxeldi.

Alþjóðlegir flutningsmarkaðir eru einstaklega dýnamískir með miklu flökti í flutningsverðum og við sáum vissulega mikla hækkun á alþjóðlegum flutningsverðum á árinu, sem höfðu áhrif á flutningskostnað viðskiptavina okkar, á meðan flutningsverð innan gámasiglingakerfis Eimskips héldust nokkuð stöðug. Við gerðum breytingar á siglingakerfinu í byrjun árs með það að markmiði að auka þjónustu við viðskiptavini og minnka kostnað og náðum að draga úr fjölda sigldra mílna og olíukostnaði á sama tíma og áreiðanleiki jókst.

Við héldum áfram að fjárfesta í innviðum félagsins og námu viðhaldsfjárfestingar um 27 milljónum evra og nýfjárfestingar um 11,5 milljónum evra, sem var í takt við áætlanir. Ný fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir viðhaldsfjárfestingum á bilinu 29-32 milljónum evra á næstu þrem árum og 15-18 milljóna evra nýfjárfestingum á sama tímabili. Nýfjárfestingar í skipaflota, sem hafa verið í vinnslu síðasta eina og hálfa árið, eru ekki hluti af þessum áætlunum þar sem formleg ákvörðun um slíkar fjárfestingar hefur ekki verið tekin.

Við héldum áfram að styðja við þróun starfsfólks okkar og kynntum ný námskeið og starfsþróunarefni í Eimskipsskólanum, sem er stafrænt fræðslukerfi, sem hefur fengið góðar viðtökur og vakið ánægju meðal starfsfólks. Við héldum upp á útskrift fimmta árgangs alþjóðlegrar leiðtogaþjálfunar sem Eimskip hefur boðið upp á undanfarin ár og höfum nú útskrifað 131 þátttakanda á síðustu þremur árum. Af þeim hafa 39 nú þegar hlotið framgang í starfi innan fyrirtækisins eftir útskrift.

Síðasta haust hófum við að bjóða öllu starfsfólki á Íslandi sem ekki hefur íslensku að móðurmáli upp á íslenskunám í gegnum snjallforritið “Bara tala”, sem veitir því aukin tækifæri til að efla og þróa íslenskukunnáttu sína, bæði í lífi og í starfi.

Horft fram á við erum við nokkuð bjartsýn og horfur fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 eru góðar þrátt fyrir ákveðna óvissu í ljósi yfirvofandi aðgerða bandarískra stjórnvalda tengdum innflutningstollum og áframhaldandi átaka í Rauða hafinu, sem getur haft mikil áhrif á magn og alþjóðleg flutningsverð.

Að lokum vil ég þakka okkar metnaðarfulla starfsfólki um allan heim sem sýnir seiglu og útsjónarsemi alla daga með það að markmiði að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu í síbreytilegu umhverfi.“



KYNNINGARFUNDUR 5. FEBRÚAR 2025

Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig rafrænn og verður honum streymt beint á fjárfestasíðu Eimskips . Þar munu Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins fyrir fjórða ársfjórðung og fjárhagsárið 2024. Uppgjörsgögn og upptöku af fundinum verður einnig hægt að nálgast á fjárfestasíðunni.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri , sími: 844 4776, netfang:

Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími 844 4752, netfang:

TIL ATHUGUNAR FYRIR FJÁRFESTA

Eimskip vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar tilkynningin er fyrst birt og takmarkast gildi þeirra við sem segir í fyrirvara þessum.

Viðhengi



EN
04/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Management Financial Report. Fourth quarter and full year 202...

Eimskip: Management Financial Report. Fourth quarter and full year 2024 results HIGHLIGHTS OF Q4 2024 RESULTS  Good results in Q4 across the group and continued rebound from a slow start of the year Results in Liner services driven by strong volume and rates in Trans-Atlantic services, good export volume and cargo mix from Iceland that also supported a solid result for Domestic IcelandStrong performance of international forwarding in the quarter, driven by good volumes and contribution due to higher global freight rates Revenue amounted to EUR 227.2 million, an increase of EUR 28.0 mill...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Stjórnendauppgjör. Afkoma fjórða ársfjórðungs og ársins 2024

Eimskip: Stjórnendauppgjör. Afkoma fjórða ársfjórðungs og ársins 2024 HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FJÓRÐA ÁRSFJÓRÐUNGS Góð niðurstaða fyrir fjórða ársfjórðung þvert yfir samstæðuna og áframhaldandi aukin umsvif eftir erfiða byrjun á árinu Afkoma siglingakerfisins var góð á tímabilinu og drifin áfram af góðri aukningu á magni á hagfelldu verði í Trans-Atlantic. Á sama tíma jókst útflutningsmagn frá Íslandi sem leiddi einnig til góðrar niðurstöðu á InnanlandssviðiSterk afkoma af alþjóðlegri flutningsmiðlun, sem byggist á góðu magni og góðri framlegð vegna hækkunar á alþjóðlegum flutningsverðum...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip's Nomination Committee

Announcement from Eimskip's Nomination Committee The Nomination Committee is a sub-committee of the Board of Directors which shall assist the Board with the process of Board succession planning, identification and nomination of Board candidates, alternate Board candidates as well as members of the Board‘s committees. Eimskip‘s Annual General Meeting will be held on 27 March 2025 and the Nomination Committee is now open for nominations. Declaration of candidacy shall be submitted to the committee on a special form that can be accessed at the Company‘s Investor website under , and shall be ...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá tilnefningarnefnd Eimskips

Tilkynning frá tilnefningarnefnd Eimskips Tilnefningarnefnd er undirnefnd stjórnar og hefur það hlutverk að aðstoða og upplýsa stjórn vegna ferils við framboð til stjórnar og varastjórnar, sem og öflun framboða/tilnefninga til stjórnar, varastjórnar og undirnefnda hennar. Aðalfundur Eimskips verður haldinn 27. mars 2025 og óskar tilnefningarnefnd eftir framboðum til stjórnar. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á á fjárfestasíðu félagsins og skal skila á netfangið Frestur til að skila inn framboðum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar e...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir stjórnendauppgjör fjórða ársfjórðungs 2024

Eimskip birtir stjórnendauppgjör fjórða ársfjórðungs 2024 Kynningarfundur 5. febrúar 2025 Eimskipafélag Íslands hf. birtir stjórnendauppgjör fjórða ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 4. febrúar 2025. Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður útbúinn sérstakur hlekku...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch