EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Breyting á viðskiptavakt

Eik fasteignafélag hf.: Breyting á viðskiptavakt

Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) hefur endurnýjað samning sinn við Íslandsbanka hf. („Íslandsbanki“ eða „bankinn“) um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu í Kauphöll Íslands, NASDAQ OMX Iceland. Eldri samningur félagsins við bankann var frá árinu 2015.

Samningurinn kveður á um að Íslandsbanki skuli dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf útgefin af félaginu í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal að lágmarki nema kr. 1.000.000 að nafnverði á gengi sem Íslandsbanki ákveður hverju sinni. Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða Íslandsbanka skal ekki vera meira en 2%.

Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu eða þau felld niður af hálfu Íslandsbanka. Eigi Íslandsbanki viðskipti með bréf félagsins fyrir kr. 8.000.000 að nafnverði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Íslandsbanka (eigin viðskipti bankans), falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Íslandsbanka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann daginn.

Samningurinn er ótímabundinn og gildir frá og með 7. janúar 2020. Samningurinn er uppsegjanlegur af hálfu hvors aðila um sig með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s: 590-2209 / 820-8980

EN
06/01/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaup á Festingu hf. frágengin

Eik fasteignafélag hf.: Kaup á Festingu hf. frágengin Í dag hefur Eik Fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) gengið frá kaupum á Festingu hf. („Festing“) en félögin skrifuðu upphaflega undir kaupsamning 23. maí sl. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en stærsta eignin er 28.500 fermetra vöruhús Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Leigusamningar um eignirnar verða til 20 ára. Heildarvirði Festingar í...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Kviku...

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Kviku banka Eik fasteignafélag hf. (Eik) hefur endurnýjað samning sinn við Kviku banka hf. (Kvika) um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland (Kauphöllin). Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf Eikar í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki 1.000.000 hlutir að nafnvirði á gengi sem Kvika ákveður hverju sinni. Tilboðin skulu lögð fram í tveimur hlutum. Annars ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Arion...

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Arion banka Eik fasteignafélag hf. (Eik) hefur endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. (Arion) um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland (Kauphöll). Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf Eikar í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki 1.000.000 hlutir að nafnvirði á gengi sem Arion ákveður hverju sinni. Tilboðin skulu lögð fram í tveimur hlutum. Annars ve...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Eik fasteignafélag hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Eik fasteignafélag hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum: 5. febrúar 2026 – Stjórnendauppgjör 2025 og áætlun 2026 12. mars 2026 – Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniskýrsla 2025 16. apríl 2026 – Aðalfundur 2026 7. maí 2026 – 1. ársfjórðungur 2026 18. ágúst 2026 – 2. ársfjórðungur 2026 5. nóvember 2026 – 3. ársfjórðungur 2026 4. febrúar 2027 – Stjórnendauppgjör 2026 og áætlun 2027 5. mars 2027 – Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniskýrsla 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf: Skráning skuldabréfaflokksins EIK 150536

Eik fasteignafélag hf: Skráning skuldabréfaflokksins EIK 150536 Eik fasteignafélag hf. hefur birt lýsingu dagsetta 27. nóvember 2025. Lýsingin samanstendur af tveimur aðskildum skjölum, útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf í flokknum EIK 150536 verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland. Lýsingin hefur verið staðfest af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. BBA Fjeldco og Arctica Finance höfðu umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfaflokksins til viðskipta. Lýsing...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch