EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Framboð til stjórnar 2024 og ályktunartillögur frá hluthöfum fyrir aðalfund.

Eik fasteignafélag hf.: Framboð til stjórnar 2024 og ályktunartillögur frá hluthöfum fyrir aðalfund.

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 11. apríl 2024 að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ, auk þess sem hluthöfum gefst kostur á að taka þátt í fundinum rafrænt.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins rann út 4. apríl kl. 16:00. Eftirtalin hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

- Bjarni Kristján Þorvarðarson

- Eyjólfur Árni Rafnsson

- Guðrún Bergsteinsdóttir

- Gunnar Þór Gíslason

- Ragnheiður Harðar Harðardóttir

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórnin skipuð fimm mönnum.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi auk skýrslu tilnefningarnefndar.

Tveir hluthafar félagsins, Brimgarðar ehf. og Gildi-lífeyrissjóður, hafa óskað eftir því við stjórn félagsins að fá tillögu borna undir aðalfund til samþykktar:

Tillaga Brimgarða:

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. leggur til við stjórn að breyta arðgreiðslustefnu félagsins þannig að hún verði: Stefna stjórnar er að greiða árlega út arð sem nemur a.m.k. 75% af handbæru fé frá rekstri ársins að frádreginni þeirri fjárhæð sem nýtt verður í kaup á eigin bréfum fram að boðun næsta aðalfundar. Við mótun tillögu um arðgreiðslu skal litið til fjárhagsstöðu félagsins, fyrirætlana um fjárfestingar og stöðu efnahagsmála. Nái arðgreiðslutillaga stjórnar ekki a.m.k. 75% af handbæru fé frá rekstri ársins skal stjórn leggja fyrir aðalfund ítarlega skýrslu um ástæður þess að stjórn treysti sér ekki til að leggja til slíka arðgreiðslu.

Tillaga Gildis-lífeyrissjóðs:

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf., haldinn 11. apríl 2024, beinir því til stjórnar félagsins að endurskoða samþykktir félagsins með þeim hætti að lagðar verði til á næsta aðalfundi breytingar á þá leið að allir fulltrúar tilnefningarnefndar verði kosnir á aðalfundi hverju sinni. Stjórn leggi til fulltrúa í nefndina við aðalfund en hluthafar hafi jafnframt tillögurétt.

Greinargerð:

Í samþykktum félagsins er gert ráð fyrir því að í tilnefningarnefnd sitji 3 einstaklingar sem ekki eigi sæti í stjórn félagsins. Hluthafafundur kjósi tvo nefndarmenn sem boðið hafa sig fram eða verið tilnefndir til framboðs af hluthöfum eða tilnefningarnefnd. Að hluthafafundi loknum skuli stjórn síðan tilnefna einn einstakling í nefndina.

Að mati sjóðsins væri það heppilegra fyrirkomulag til framtíðar við skipun í nefndina að hluthafafundur kjósi alla fulltrúa nefndarinnar. Er þess vegna lagt til að orðalag samþykkta verði endurskoðað hvað það varðar og slíkt lagt fyrir hluthafa til samþykktar. Það gæti til dæmis verið útfært á þann hátt að til þess að tryggja framboð í nefndina skuli stjórn leggja til þrjá fulltrúa í tilnefningarnefnd við aðalfund félagsins. Hluthafar hefðu að sama skapi rétt til þess að tilnefna fulltrúa í nefndina innan tiltekins frests. Verði tilnefningar fleiri en laus sæti yrði kosið á milli viðkomandi aðila en ellegar teldist tilnefningarnefnd sjálfkjörin. Er þetta lagt til í því skyni að áhersla sé á að um sé að ræða nefnd á vegum hluthafa og að hægt verði að ná fram niðurstöðu um það á viðkomandi fundi ef hluthafar hafa aðrar hugmyndir um fulltrúa í nefndina en lagðar eru til af hálfu stjórnar.

Meðfylgjandi uppfærð dagskrá fundarins er hefur verið endurskoðuð með hliðsjón af framangreindu og gerir nú ráð fyrir því að tillaga Brimgarða verði tekin til meðferðar á aðalfundinum sem nýr dagskrárliður. Ráðgert er að tillaga Gildis verði tekin fyrir undir liðnum „Önnur mál“, enda fáist samþykki 2/3 hluta atkvæða viðstaddra hluthafa, í samræmi við 4. mgr. 15. gr. samþykkta félagsins, fyrir því að bera hana undir hluthafa sem geta þá gert um hana ályktun til leiðbeiningar fyrir stjórn félagsins.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að taka þátt í fundinum, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu, eru minntir á að skrá sig tímanlega á heimasíðunni og ekki seinna en kl. 16:00 miðvikudaginn 10. apríl 2024.

Viðhengi



EN
05/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins ...

Eik fasteignafélag hf.: Frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á Festingu hf. liðinn Vísað er til tilkynningar Eikar fasteignafélags hf. („Eik“ eða félagið“), dags. 23. maí 2025, um kaup félagsins á öllu hlutafé Festingar hf. („Festing“) þar sem fram kemur að kaupin væru gerð með skilyrðum, þ.m.t. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið móttók fullnægjandi samrunatilkynningu samrunaaðila þann 28. ágúst 2025 og lok frests í fyrsta fasa voru því miðuð við 2. október 2025. Eik hefur ekki borist tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um áframhaldandi rannsók...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl 2025 var samþykkt að skipta arðgreiðslu félagsins fyrir árið 2024 í tvo hluta. Fyrri hluti var greiddur út 23. apríl sl. Fjárhæð seinni hluta arðgreiðslu verður u.þ.b. 1.696,7 m.kr., sem nemur 0,5000 kr. á hlut, í samræmi við samþykkt aðalfundar, enda hafa engar breytingar orðið á útgefnu hlutafé félagsins frá fundinum. Arðleysisdagur er 26. september 2025, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með hlutabréf án réttar til arðs vegna viðkomandi hluta. Viðmiðunardagur vegna...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstök...

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstökum skilyrðum EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 PricewaterhouseCoopers ehf. („PwC“) hefur staðfest að skuldabréfaflokkarnir EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 standast öll fjárhagsleg- og tryggingarleg skilyrði skuldabréfaflokkanna miðað við dagsetninguna 30.6.2025. Sem eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna hefur PwC m.a. það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga út...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi: Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskipta...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch