EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf.

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf.

Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V.

Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Stærsta eignin er um 28.500 fermetra vöruhús Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Undanskilið í kaupunum eru dótturfélög Festingar í Noregi og Færeyjum sem eiga einnig fasteignir sem nýttar eru í starfsemi Samskipa. Leigusamningar um eignirnar verða til 20 ára frá og með afhendingu á hlutafé Festingar.

Heildarvirði Festingar í kaupunum (e. Enterprise Value) er 15.070 m.kr. sem er 230 m.kr. lækkun frá fyrri tilkynningu sem skýrist af breyttu formi leigusamninga fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugaðri fjárfestingu í fasteignum Festingar. Ráðgert er að kaupin verði fjármögnuð að stórum hluta með lánsfé.

Eik áætlar að áhrif á EBITDA félagsins verði á bilinu 1.130 – 1.140 m.kr. á ársgrundvelli m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í júní 2025.

Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar fasteignafélags:

„Fasteignir Festingar tilheyra mikilvægum innviðum í samfélaginu og því er ánægjulegt að Eik og seljendur hafi náð saman með undirritun kaupsamnings. Samskip er og verður nauðsynlegur hluti af íslensku samfélagi og hlökkum við til samstarfsins um ókomna framtíð. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og við komumst varla nær kjarna þess en með þessum viðskiptum.“

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Festingar og aðaleigandi:

„Við erum stolt af því að hafa gengið frá samningi um sölu á Festingu hf. og þeim fasteignum sem félagið hefur byggt upp á síðustu tuttugu árum. Eignirnar, sem að stærstum hluta styðja við starfsemi Samskipa, eru bæði vandaðar og vel staðsettar, og teljast til fremstu innviða fyrir sjó- og landflutninga á Íslandi. Að lokinni sölu munu hluthafar Festingar beina kröftum sínum að þróun nýrrar hafnaraðstöðu í Rotterdam ásamt því að styðja við áframhaldandi uppbyggingu leiðakerfis Samskipa í Evrópu. Það gleður okkur að Eik – öflugt, framsækið og faglegt fasteignafélag – muni taka við Festingu. Við væntum góðs samstarfs við Eik til framtíðar.“

Kaupin eru gerð með skilyrðum, þ.m.t. samþykki Samkeppniseftirlitsins og annarra hagaðila.  

Ráðgjafar Eikar fasteignafélags í viðskiptunum eru fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance hf. og Venture Legal ehf. Ráðgjafar seljenda er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og LOGOS.  

Nánari upplýsingar veitir:

Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri, , s. 856-5907





EN
23/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 13. ágúst 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 5.998 m.kr. Þar af námu leigutekjur 5.219 m.kr. og aukast um 8,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 3.693 m.kr.Heildarhagnaður nam 3.379 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.943 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 151.523 m.kr.Bókfært virði eig...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025 þann 13. ágúst - Kynningarfundur 14. ágúst Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. ágúst n.k. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins við Smáratorg 3, 18. hæð, 14. ágúst n.k. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu ...

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf. Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Ves...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch