Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár
Lækkun hlutafjár Eikar fasteignafélags hf. um 21.663.435 kr. að nafnverði hefur verið skráð í fyrirtækjaskrá. Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins úr 3.423.868.435 kr. að nafnverði í 3.402.200.000 kr. að nafnverði. Lækkunin tekur eingöngu til eigin hluta félagsins sem það eignaðist á árinu 2024 með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar sem var samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024.
Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda.
Beiðni hefur verið send á Nasdaq CSD Iceland og mun lækkunin verða framkvæmd 14. maí 2025.
Vísað er til tilkynningar félagsins sem birtist í fréttakerfi Kauphallar þann 10. apríl sl. þar sem greint er frá niðurstöðum aðalfundar.
